Viðskipti innlent

Forstjóri Össurar með 15 milljónir í mánaðarlaun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Sigurðsson er forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar.
Jón Sigurðsson er forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, var með 179 milljónir króna í árslaun á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Össurar fyrir síðasta ár, sem kom út í morgun. Launin jafngilda tæplega 15 milljónum króna í mánaðarlaun.

Aðrir í framkvæmdastjórn Össurar eru heldur launalægri en Jón, en næstur honum kemur Hjörleifur Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, með um 7 milljónir króna á mánuði. Ólafur Gylfason, framkvæmdastjóri Össurar í Evrópu, er svo með 6,5 milljónir í laun á mánuði.

Össur hafði svo sem efni á að greiða stjórnendum sínum og öðru starfsfólki vel á síðasta ári því reksturinn var með miklum ágætum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, eða svokölluð EBITDA, nam 9,8 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×