Innlent

Ísinn á Reynisvatni gaf sig

Veiðimaður við Reynisvatn
Veiðimaður við Reynisvatn mynd/anton brink
Þrjú börn sluppu ómeidd þegar að þau fóru út á ótraustan ís á Reynisvatni um klukkan sjö í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fóru fjögur börn út á ísinn og þrjú þeirra duttu í vatnið þegar ísinn gaf sig. Börnin náðust þó fljótt upp úr vatninu og voru komin heim í hlýjuna þegar lögreglan kom á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×