Schumacher hræðir Rosberg ekki Birgir Þór Harðarson skrifar 15. febrúar 2012 20:15 Schumacher er ekki langt undan og mun örugglega gera allt til að sýna Rosberg af hverju hann var sigursæll í gamla daga. nordicphotos/afp Liðsfélagi Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu, þjóðverjinn Nico Rosberg, segir sjöfalda heimsmeistarann ekki hræða sig. Schumacher hefur nú þriðja ár endurkomu sinnar í Formúlu 1. Þeir hafa verið liðsfélagar öll ár endurkomu Schumachers en Rosberg hefur alltaf haft yfirhöndina. En nú er gamli allur að koma til, farinn að læra á ný dekk og gjörbreytta bíla. Markmiðið með endurkomunni var alltaf að gera Mercedes að meistaraliði. Þó það hafi ekki gerst ennþá er of snemt að afskrifa þennan sigursælasta ökumann allra tíma. Rosberg skoraði nánast tvöfalt fleiri stig en Schumi árið 2010 en bilið minnkaði niður í aðeins 13 stig í fyrra. Lærisveinninn er samt sem áður pollrólegur, meðal annars vegna þess að hann slátraði sjöföldum heimsmeistaranum í tímatökum 16-3 í fyrra. "Hann minnkaði forskotið mitt í heimsmeistarakeppninni frá því 2010 í fyrra," sagði Rosberg í viðtali við Car tímaritið. "Tímatökurnar töpuðu vægi sínu árið 2011, en Michael hefur samt bætt sig mikið." Rosberg segir að samband þeirra Schumachers sé nú gott og afslappað. "Í fyrra bar ég mjög mikla virðingu fyrir honum, en það hefur allt jafnað sig. Nú höfum við jafna stöðu og allt er mikið afslappaðra." Þess má geta að árið 1995, þegar Schumacher tilkynnti að hann færi til Ferrari, gaf hann loforð um að hann myndi gera Ferrari aftur að heimsmeisturum á fimm árum. Hann stóð við það og gott betur: Gerði Ferrari að heimsmeistarum bílasmiða sex ár í röð (1999-2004) og sig að heimsmeistara fimm ár í röð (2000-2004). Formúla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Liðsfélagi Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu, þjóðverjinn Nico Rosberg, segir sjöfalda heimsmeistarann ekki hræða sig. Schumacher hefur nú þriðja ár endurkomu sinnar í Formúlu 1. Þeir hafa verið liðsfélagar öll ár endurkomu Schumachers en Rosberg hefur alltaf haft yfirhöndina. En nú er gamli allur að koma til, farinn að læra á ný dekk og gjörbreytta bíla. Markmiðið með endurkomunni var alltaf að gera Mercedes að meistaraliði. Þó það hafi ekki gerst ennþá er of snemt að afskrifa þennan sigursælasta ökumann allra tíma. Rosberg skoraði nánast tvöfalt fleiri stig en Schumi árið 2010 en bilið minnkaði niður í aðeins 13 stig í fyrra. Lærisveinninn er samt sem áður pollrólegur, meðal annars vegna þess að hann slátraði sjöföldum heimsmeistaranum í tímatökum 16-3 í fyrra. "Hann minnkaði forskotið mitt í heimsmeistarakeppninni frá því 2010 í fyrra," sagði Rosberg í viðtali við Car tímaritið. "Tímatökurnar töpuðu vægi sínu árið 2011, en Michael hefur samt bætt sig mikið." Rosberg segir að samband þeirra Schumachers sé nú gott og afslappað. "Í fyrra bar ég mjög mikla virðingu fyrir honum, en það hefur allt jafnað sig. Nú höfum við jafna stöðu og allt er mikið afslappaðra." Þess má geta að árið 1995, þegar Schumacher tilkynnti að hann færi til Ferrari, gaf hann loforð um að hann myndi gera Ferrari aftur að heimsmeisturum á fimm árum. Hann stóð við það og gott betur: Gerði Ferrari að heimsmeistarum bílasmiða sex ár í röð (1999-2004) og sig að heimsmeistara fimm ár í röð (2000-2004).
Formúla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira