Viðskipti innlent

Walker fær 50 milljarða lán frá slitastjórnum Landsbanka og Glitnis

Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að slitastjórnir Landsbankans og Glitnis muni veita Malcolm Walker forstjóra Iceland Foods verslunarkeðjunnar seljendalán upp á 250 milljónir punda eða tæplega 50 milljarða króna.

Þá hefur Bloomberg fengið staðfesta frétt á Sky News að meðal þeirra aðila sem veita Walker lán til kaupanna á Iceland eru Brait SE, einn stærsti fjárfestingarsjóður í Suður Afríku og Landmark Group sem er verslunarkeðja með höfuðstöðvar í Dubai.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×