Lán heimila niður um 196 milljarða árið 2011 - 33 milljarðar í frosti 8. febrúar 2012 10:19 Lán heimila höfðu í lok árs 2011 verið færð niður um rúma 196 milljarða króna frá stofnun nýju bankanna samkvæmt tilkynningu frá Samtöku fjármálafyrirtækja (SFF). Til samanburðar nam niðurfærslan samtals tæpum 144 milljörðum króna í lok júlímánaðar og 172,6 milljörðum króna í lok september. Í októbermánuði nam niðurfærsla lána um 9,4 milljörðum króna, 11,5 milljörðum króna í nóvember og 2,9 milljörðum í desember, samkvæmt upplýsingum sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa aflað meðal aðildarfélaga sinna og hjá Íbúðalánasjóði. Tölur frá lífeyrissjóðum miðast við lok september. Niðurfærsla fasteignalána síðustu þrjá mánuði ársins nam um 12 milljörðum króna vegna 110% leiðarinnar, um 11,6 milljörðum króna vegna endurútreiknings lána og tæplega 200 milljónir króna eru til komnar vegna sértækrar skuldaaðlögunar. Til viðbótar þeirri niðurfærslu sem rakin er hér að ofan, hafa fjármálafyrirtæki boðið upp á önnur úrræði sem lækkað hafa eftirstöðvar skulda viðskiptavina þeirra.Um 88.400 mál afgreidd í lok árs. Tæplega 1.700 mál enn í vinnslu Um áramót var búið að afgreiða tæplega 15.589 umsóknir af þeim 16.475 sem bárust vegna 110% leiðarinnar samkvæmt tilkynningu SFF. Innan við 900 umsóknir voru enn í vinnslu og má því ljóst vera að senn lýkur útreikningum samkvæmt þessu úrræði. Niðurfærsla samkvæmt 110% leiðinni nam 12 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi 2011 og nemur því samtals rúmum 43,6 milljörðum króna frá ársbyrjun 2009. Heildartalan vegna þessa úrræðis á enn eftir að hækka þó áhrifin af aðgerðum fjármálafyrirtækja í 110% leið séu að stærstum hluta komin fram. Rétt er að ítreka að tölur frá lífeyrissjóðum miðast við lok september. Af 1.329 umsóknum um sértæka skuldaaðlögun var búið að afgreiða 903 mál um áramót. Samþykktar höfðu verið 824 umsóknir en 79 hafnað. 406 mál voru enn í vinnslu. Heildarniðurfærsla vegna þessa úrræðis nam í lok árs rúmum 6,2 milljörðum króna. Fjármálafyrirtækin höfðu um áramót lokið endurútreikningi rúmlega 70 þúsund gengistryggðra lána. Þar af eru ríflega 13 þúsund fasteignalán og um 57 þúsund lán vegna bifreiðaviðskipta. Heildarniðurfærsla fasteignalána vegna endurútreiknings nam um áramót 108 milljörðum króna. Lán vegna bifreiðaviðskipta hafa verið færð niður um 38,5 milljarða króna við endurútreikning. Enn eru um 340 lán sem eftir er að ljúka endurútreikningi á. Þar af eru 280 vegna fasteigna.33 milljarðar króna í frystingu hjá tvö þúsund heimilum Í ársbyrjun 2011 voru um 4.700 heimili með samtals 7.600 lán í frystingu hjá fjármálafyrirtækjum. Í árslok var fjöldi lánanna kominn niður í rúmlega 3.000 og fjöldi heimila þar á bak við voru um tvö þúsund. Eftirstöðvar þessara lána námu um áramót um 33 milljörðum króna. Hafa ber í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar að lántakar kunna í sumum tilvikum að hafa nýtt sér fleiri en eitt af þeim úrræðum sem staðið hafa til boða. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Lán heimila höfðu í lok árs 2011 verið færð niður um rúma 196 milljarða króna frá stofnun nýju bankanna samkvæmt tilkynningu frá Samtöku fjármálafyrirtækja (SFF). Til samanburðar nam niðurfærslan samtals tæpum 144 milljörðum króna í lok júlímánaðar og 172,6 milljörðum króna í lok september. Í októbermánuði nam niðurfærsla lána um 9,4 milljörðum króna, 11,5 milljörðum króna í nóvember og 2,9 milljörðum í desember, samkvæmt upplýsingum sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa aflað meðal aðildarfélaga sinna og hjá Íbúðalánasjóði. Tölur frá lífeyrissjóðum miðast við lok september. Niðurfærsla fasteignalána síðustu þrjá mánuði ársins nam um 12 milljörðum króna vegna 110% leiðarinnar, um 11,6 milljörðum króna vegna endurútreiknings lána og tæplega 200 milljónir króna eru til komnar vegna sértækrar skuldaaðlögunar. Til viðbótar þeirri niðurfærslu sem rakin er hér að ofan, hafa fjármálafyrirtæki boðið upp á önnur úrræði sem lækkað hafa eftirstöðvar skulda viðskiptavina þeirra.Um 88.400 mál afgreidd í lok árs. Tæplega 1.700 mál enn í vinnslu Um áramót var búið að afgreiða tæplega 15.589 umsóknir af þeim 16.475 sem bárust vegna 110% leiðarinnar samkvæmt tilkynningu SFF. Innan við 900 umsóknir voru enn í vinnslu og má því ljóst vera að senn lýkur útreikningum samkvæmt þessu úrræði. Niðurfærsla samkvæmt 110% leiðinni nam 12 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi 2011 og nemur því samtals rúmum 43,6 milljörðum króna frá ársbyrjun 2009. Heildartalan vegna þessa úrræðis á enn eftir að hækka þó áhrifin af aðgerðum fjármálafyrirtækja í 110% leið séu að stærstum hluta komin fram. Rétt er að ítreka að tölur frá lífeyrissjóðum miðast við lok september. Af 1.329 umsóknum um sértæka skuldaaðlögun var búið að afgreiða 903 mál um áramót. Samþykktar höfðu verið 824 umsóknir en 79 hafnað. 406 mál voru enn í vinnslu. Heildarniðurfærsla vegna þessa úrræðis nam í lok árs rúmum 6,2 milljörðum króna. Fjármálafyrirtækin höfðu um áramót lokið endurútreikningi rúmlega 70 þúsund gengistryggðra lána. Þar af eru ríflega 13 þúsund fasteignalán og um 57 þúsund lán vegna bifreiðaviðskipta. Heildarniðurfærsla fasteignalána vegna endurútreiknings nam um áramót 108 milljörðum króna. Lán vegna bifreiðaviðskipta hafa verið færð niður um 38,5 milljarða króna við endurútreikning. Enn eru um 340 lán sem eftir er að ljúka endurútreikningi á. Þar af eru 280 vegna fasteigna.33 milljarðar króna í frystingu hjá tvö þúsund heimilum Í ársbyrjun 2011 voru um 4.700 heimili með samtals 7.600 lán í frystingu hjá fjármálafyrirtækjum. Í árslok var fjöldi lánanna kominn niður í rúmlega 3.000 og fjöldi heimila þar á bak við voru um tvö þúsund. Eftirstöðvar þessara lána námu um áramót um 33 milljörðum króna. Hafa ber í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar að lántakar kunna í sumum tilvikum að hafa nýtt sér fleiri en eitt af þeim úrræðum sem staðið hafa til boða.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira