Osborne fagnar því að bankamaður þiggi ekki bónusinn 30. janúar 2012 11:18 George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, fagnaði því í morgun að forstjóri Royal Bank of Scotland neitaði því að taka við bónusgreiðslu vegna rekstrarárs bankans í fyrra. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir þá ákvörðun Stephen Hester, forstjóra Royal Bank of Scotland, að þiggja ekki bónusgreiðslu upp á eina milljóna punda, jafnvirði ríflega 190 milljóna króna, vera skynsamlega og rökrétta. „Skattgreiðendur settu milljarða punda inn í rekstur bankans þegar hann var að falla, og það er eðlilegt að þeir njóti forgangs þegar vel gengur," sagði Osborne í viðtali við breska blaðið The Guardian í morgun. Royal Bank of Scotland er að stærstum hluta í eigu breska ríkisins, en það fer með um 83 prósent eignarhlut í bankanum. Bónusar til starfsmanna breskra banka hafa valdið miklu fjaðrafoki þar í landi að undanförnu, ekki síst vegna þess að margir kenna bankamönnum um hvernig horfir nú við í efnahagsmálum landsins. Atvinnuleysi er hátt í sögulegu samhengi, eða ríflega átta prósent, og mikill slaki hefur einkennt efnahag landsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði óverulegur á þessu ári, eða í kringum eitt prósent. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir þá ákvörðun Stephen Hester, forstjóra Royal Bank of Scotland, að þiggja ekki bónusgreiðslu upp á eina milljóna punda, jafnvirði ríflega 190 milljóna króna, vera skynsamlega og rökrétta. „Skattgreiðendur settu milljarða punda inn í rekstur bankans þegar hann var að falla, og það er eðlilegt að þeir njóti forgangs þegar vel gengur," sagði Osborne í viðtali við breska blaðið The Guardian í morgun. Royal Bank of Scotland er að stærstum hluta í eigu breska ríkisins, en það fer með um 83 prósent eignarhlut í bankanum. Bónusar til starfsmanna breskra banka hafa valdið miklu fjaðrafoki þar í landi að undanförnu, ekki síst vegna þess að margir kenna bankamönnum um hvernig horfir nú við í efnahagsmálum landsins. Atvinnuleysi er hátt í sögulegu samhengi, eða ríflega átta prósent, og mikill slaki hefur einkennt efnahag landsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði óverulegur á þessu ári, eða í kringum eitt prósent.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira