Árið 2011 var besta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi á flesta mælikvarða. Met var slegið í komu erlendra ferðamanna til landsins og fjölda gistinátta. Á fjórum dögum í október eyddu ferðamenn hálfum milljarði hér á landi.
Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Landsbankans um ferðaþjónustuna.
Ferðaþjónustan er að festa sig í sessi sem ein af grunnstoðum atvinnulífsins í íslensku samfélagi. Ferðaþjónustan er þriðji stærsti einstaki útflutningsliður landsins á eftir sjávarútvegi og áli.
Sjötíu milljarðar í kassann
Fyrstu þrjá ársfjórðunga síðasta árs námu útflutningstekjur í ferðaþjónustu 70 milljörðum króna. Hér er um raunveruleg verðmæti sem Íslendingar geta verið stoltir af en ekki froðuhagkerfi eins og í fjármálageiranum fyrir bankahrunið.
Langmesta aðdráttarafl Íslands samkvæmt könnunum Ferðamálastofu er náttúra Íslands. Fjórir af hverjum fimm ferðamönnum segja náttúru Íslands hafa haft áhrif á ákvörðun þeirra að koma til landsins. Fjárfesting í umhverfisvernd skilar sér því margfalt.
Á árunum 2000 2011 hefur ferðamönnum fjölgað um 85 prósent á Íslandi. Á sama tíma hefur fjölgunin verið mun minni hjá Evrópu og heiminum öllum, eins og sést áá töflu í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar.
Fjölgar og fjölgar
Í skýrslu Landsbankans kemur fram að í ljósi þeirrar miklu athygli og landkynningar sem Ísland fékk í kjölfar eldgosanna 2010 og 2011 sé líklegt að fjölgun ferðamanna verði áfram tiltölulega mikil á komandi árum að öðru óbreyttu.
Töluverðar árstíðasveiflur eru í umsvifum ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ágúst er sýnilega bestur en í ágúst í fyrra fóru rúmlega 100 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð.
Mikil áskorun að jafna sveifluna
Ein stærsta áskorunin í íslenskri ferðaþjónustu er að jafna þessa sveiflu, en það verður ekki gert nema með fjölgun ferðamanna utan háannatímans.
Dæmi um viðburð sem hefur átt þátt í að laða hingað ferðamenn utan háannatíma er Iceland Airwaves í október ár hvert, en velta hátíðarinnar jókst um 54 prósent í fyrra og samkvæmt skýrslu Landsbankans voru tekjur vegna ferðamanna á Airwaves hálfur milljarður króna í fyrra, en hátíðin stendur aðeins yfir í nokkra daga.
Eins og sést í grafi í lok sjónvarpsútgáfu fréttarinnar jókst fjármálaþjónusta mikið í froðuhagkerfinu fyrir hrun, á sama tíma var vöxtur í stóriðju tiltölulega jafn. Svo sprakk fjármálabólan en sjávarútvegurinn er á blússandi siglinu eftir hrunið og ferðaþjónustan í jöfnum vexti og hefur ef eitthvað er tekið mikinn kipp á undanförnum tveimur árum. thorbjorn@stod2.is
Ferðaþjónustan malar gull og er ein af grunnstoðum hagkerfisins
Þorbjörn Þórðarson skrifar
Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar
Viðskipti innlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures
Viðskipti innlent

Íbúðum í byggingu fækkar
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi
Viðskipti innlent

Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf