Fjölmiðlarisinn Berlingske Media í Danmörku hefur ákveðið að hætta útgáfu fríblaðsins Urban. Tilkynnt var um þetta á starfsmannafundi í dag en 87 starfsmönnum verður sagt upp. Ástæðan sem útfefandinn gefur eru sparðaðaraðgerðir. Síðasta tölublaðið kemur út á morgun en útgáfan hófst í september 2001. Á tímabili var blaðinu dreift í tæpum 200 þúsund eintökum.
Berlingske hættir útgáfu fríblaðsins Urban
