Facebook notendur munu verða milljarður talsins í ágúst á þessu ári. Rúmlega 800 milljón notendur eru skráðir á Facebook í dag.
Þó svo notenda aukning á samskiptasíðunni hafi dregist saman á síðustu mánuðum telja sérfræðingar að nýskráningar eigi eftir að aukast þegar Facebook ryður sér til rúms í Indlandi og Brasilíu.
Samkvæmt sérfræðingum hjá tæknifréttasíðunni iCrossing varð veldisaukning í notendafjölda Facebook á árunum 2006 til 2008. Í umfjöllun vefsíðunnar kemur þó fram að hægt hafi á notenda aukningu í Bandaríkjunum og Bretlandi en tæpur helmingur íbúafjölda landanna er skráður á samskiptasíðuna.
iCrossing sér fram á annað vaxtarskeið hjá Facebook og þá með tilliti til landa eins og Indlands og Brasilíu.
Milljarður Facebook-notenda í ágúst
