Sjö ákærðir í innherjamáli á Wall Street 19. janúar 2012 01:01 Embætti saksóknara á Manhattan hefur ákært sjö einstaklinga vegna innherjasvika. Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa þeir nú verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna, að því er fjölmiðlar hafa greint frá. Samkvæmt fréttum The New York Times og Wall Street Journal, sem sagði fyrst frá málinu, hefur rannsókn málsins staðið yfir lengi og byggja ákærunar á því að þessir sjö menn, sem flestir tengjast vogunarsjóðum og eignastýringarfyrirtækjum, hafi nýtt sér upplýsingar sem ekki voru öðru aðgengilegar til þess að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í tölvufyrirtækinu Dell og fleiri félögum. Einn þeirra sem hefur verið ákærður var Anthony Charrison, einn stofnenda eignastýringarfyrirtækisins Level Group, en hann er þekktur maður á meðal fjárfesta í Bandaríkjunum. Hann gaf sig fram við lögreglu eftir að fulltrúar frá FBI gripu í tómt á heimili hans á Manhattan. Þá voru Tedd Newman, fyrrum miðlari hjá Diamondback í Boston, Jon Horvath starfsmaður Sigma Capital Management og Danny Kuo, fyrrum millistjórnandi hjá JP Morgan Chase, Merril Lynch og Bear Sterns, á meðal þeirra sem voru handteknir. Embætti saksóknara á Manhattan í New York, sem Preet S. Bharara stýrir, hefur unnið 50 innherjamál á síðustu tveimur árum, að því er fram kemur í frétt New York Times um málið. Ákærumeðferð í málinu er á borði þessa saksóknaraembættis. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa þeir nú verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna, að því er fjölmiðlar hafa greint frá. Samkvæmt fréttum The New York Times og Wall Street Journal, sem sagði fyrst frá málinu, hefur rannsókn málsins staðið yfir lengi og byggja ákærunar á því að þessir sjö menn, sem flestir tengjast vogunarsjóðum og eignastýringarfyrirtækjum, hafi nýtt sér upplýsingar sem ekki voru öðru aðgengilegar til þess að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í tölvufyrirtækinu Dell og fleiri félögum. Einn þeirra sem hefur verið ákærður var Anthony Charrison, einn stofnenda eignastýringarfyrirtækisins Level Group, en hann er þekktur maður á meðal fjárfesta í Bandaríkjunum. Hann gaf sig fram við lögreglu eftir að fulltrúar frá FBI gripu í tómt á heimili hans á Manhattan. Þá voru Tedd Newman, fyrrum miðlari hjá Diamondback í Boston, Jon Horvath starfsmaður Sigma Capital Management og Danny Kuo, fyrrum millistjórnandi hjá JP Morgan Chase, Merril Lynch og Bear Sterns, á meðal þeirra sem voru handteknir. Embætti saksóknara á Manhattan í New York, sem Preet S. Bharara stýrir, hefur unnið 50 innherjamál á síðustu tveimur árum, að því er fram kemur í frétt New York Times um málið. Ákærumeðferð í málinu er á borði þessa saksóknaraembættis.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira