Erlent

Banvæn fagnaðarlæti á Ítalíu

Mynd/AFP
Ekki hafa allar þjóðir sömu gæfu að fagna og Íslendingar, sem sluppu gegnum áramótin að mestu leyti stórslysalaust. Á Ítalíu dóu tveir og 561 maður slösuðust þegar gamla árið var sprengt burt með þúsundum tonna af ólöglegum flugeldum.

Af þeim sem særðust voru 76 börn undir tólf ára aldri.

Sprengjugleði Ítala á gamlárskvöld virðist eiga sér lítil takmörk, en þar, líkt og hér, er hefð að sprengja flugelda á gamlárskvöld. Um 2.000 þorp og bæir höfðu bannað flugelda í ár, en engu að síður gerði lögreglan þúsundir tonna af flugeldum upptæk, þar á meðal yfir þúsund sprengivörpur.

Alvarlegasta slysið átti sér stað í Róm, þegar um þrítugur maður kveikti í stórri sprengju sem sprakk í höndunum á honum inni í íbúð áður en hann gat kastað henni út um gluggan. Eldglæringar hlupu í flugelda sem lágu þar á gólfinu svo allt fuðraði í loft upp og sprengingu. Maðurin lést en aðrir í íbúðinni slösuðust, meðal annars nokkur börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×