Erlent

NASA kom tveimur gervitunglum á braut um tunglið

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, tókst um helgina að koma tveimur rannsóknargervitunglum á braut um tunglið.

Gervitunglum þessum var skotið á á loft frá Canaveral höfða í Flórída fyrir rúmlega 100 dögum. Þau bera heitin Grail A og Grail B og er ætlað að afla viðamikilla upplýsinga um myndun og uppruna tunglsins, þar á meðal hvort sú kenning standist að tunglið hafi myndast þegar pláneta rakst á jörðina fyrir milljörðum ára síðan.

Gervitunglin munu svífa í um 55 kílómetra hæð yfir yfirborði tunglsins við gagnaöflun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×