Erlent

Mikil stemming í Iowa fyrir prófkjörið í dag

Mikil stemming ríkir í Iowa fyrir fyrsta prófkjör Repúblikanaflokksins um forsetaefni flokksins sem haldið verður í dag. Reiknað er með að metfjöldi, eða yfir 120.000 manns, muni taka þátt í prófkjörinu.

Mitt Romney er með nauma forystu samkvæmt skoðanakönnunum en litlu munar á honum og Ron Paul sem er í öðru sætinu.

Það sem veldur spennu er að óvenjumargir kjósenda, eða yfir 40%, segja í þessum könnunum, að þeir muni sennilega gera upp hug sinn í kjörklefanum.

Næsta prókjör verður í New Hampshire og þar benda kannanir til yfirburðasigurs Mitt Romney sem fengi yfir 40% atkvæða. Ron Paul er einnig í öðru sæti þar en aðeins hálfdrættingur á við Romney með um 20% atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×