Erlent

Tveir í haldi grunaðir um íkveikjurnar í Hollywood

Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa valdið nær 60 íkveikjum í borginni yfir áramótin, að mestu í Hollywood.

Kveikt var í húsnæði og bílum og er áætlað að tjónið nemi um 2 milljónum dollara eða hátt í 250 milljónum króna. Auk þess ollu íkveikjurnar miklu álagi á slökkvilið borgarinnar. Hinsvegar mun enginn hafa slasast alvarlega vegna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×