Erlent

Leikfanga útgáfa af Steve Jobs væntanleg

Eins og sjá má er dúkkan með ólíkindum raunsæisleg.
Eins og sjá má er dúkkan með ólíkindum raunsæisleg. mynd/inicons
mynd/Inicons
Brátt verður hægt að eignast frumkvöðulinn Steve Jobs í smækkaðri mynd. Meðfylgjandi eru litlar útgáfur af iPad og iPhone.

Það er bandaríska fyrirtækið InIcons sem framleiðir fígúruna en hún verður til sölu á vefsíðu fyrirtækisins.

Dúkkan er 30 sentímetrar að hæð og er klædd svartri rúllukragapeysu og bláum gallabuxum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu InIcon fylgir auka par af gleraugum með dúkkunni ásamt útskiptanlegum höndum.

Fígúran fer í sölu í febrúar og mun kosta um 12.000 íslenskar krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×