Dómstólaleið: Til upprifjunar Ögmundur Jónasson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Þessa dagana heyrist sagt að annað hvort hafi menn viljað samningaleið eða dómstólaleið í Icesave; verið samningamenn eða dómstólamenn! Og nú hafi þeir sem vildu dómstólaleiðina fengið sínu framgengt! Þannig var þetta náttúrlega ekki. Icesave-skuldbindingarnar átti að greiða úr þrotabúi Landsbankans eða eftir atvikum úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta. En eins og við vitum varð reyndin sú, að til að skapa traust á eigin fjármálakerfi, greiddu Bretar og Hollendingar upp tap innistæðueigenda innan sinna landamæra. Síðan reyndu bresk og hollensk stjórnvöld að þröngva okkur til samninga um endurgreiðslur með ríflegum vöxtum að viðbættum tilkostnaði þeirra við samningaumleitanir! Rökrétt svar Íslendinga var eftirfarandi: Ef þið teljið ykkur eiga fjárkröfu á íslenska ríkið í staðinn fyrir viðkomandi banka og Tryggingarsjóð innstæðueigenda, þá eigið þið að leita réttar ykkar fyrir dómstólum. Hvaða dómstólar væru það? Héraðsdómur Reykjavíkur, hvort sem væri gagnvart Landsbankanum sem á heima í Reykjavík eða íslenskum skattborgurum því þar er varnarþing íslenska ríkisins. En þetta var hægara sagt en gert. Í samningaviðræðum um Icesave vildu Bretar og Hollendingar að þeir hefðu forræði um dómsmálið og gætu ákveðið að fara með það fyrir evrópskan dómstól sem yrði úrskurðaraðili en ekki íslenskir dómstólar. Við sögðum á hinn bóginn að íslenskur dómstóll ætti að dæma en að illmögulegt yrði að meina stefnanda að óska eftir áliti frá EFTA-dómstólnum ef hann krefðist þess. Það yrði þó aldrei meira en álitsgerð. Þau sem lögðust gegn þvingunarsamningum Breta og Hollendinga litu aldrei á það sem sérstaka óskastöðu fyrir íslenska skattgreiðendur að lenda í deilum fyrir rétti. En þeim sem teldu á sér brotið væri hins vegar í lófa lagið að leita réttar síns fyrir dómstólum í stað þess að beita ofbeldi í krafti valds hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða hjá Evrópusambandinu eins og gert var. Ef Bretar og Hollendingar teldu sig eiga fjárkröfur á íslenska ríkið vegna innistæðna í gjaldþrota einkabanka, þá ættu þeir að snúa sér til Héraðsdóms Reykjavíkur. Það væri vissulega dómstólaleið sem þessi ríki gætu farið. Þar með væri þó ekki lögð blessun yfir rangláta kröfugerð þeirra. Hinn eðlilegi farvegur væri þrotabús- og innstæðutryggingarsjóðsleið! Nú hefur framkvæmdastjórn ESB bætt gráu ofan á svart með aðkomu sinni að málshöfðun gegn Íslandi. Það breytir því ekki að niðurstaðan verður ekki ráðin í Brussel heldur í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þessa dagana heyrist sagt að annað hvort hafi menn viljað samningaleið eða dómstólaleið í Icesave; verið samningamenn eða dómstólamenn! Og nú hafi þeir sem vildu dómstólaleiðina fengið sínu framgengt! Þannig var þetta náttúrlega ekki. Icesave-skuldbindingarnar átti að greiða úr þrotabúi Landsbankans eða eftir atvikum úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta. En eins og við vitum varð reyndin sú, að til að skapa traust á eigin fjármálakerfi, greiddu Bretar og Hollendingar upp tap innistæðueigenda innan sinna landamæra. Síðan reyndu bresk og hollensk stjórnvöld að þröngva okkur til samninga um endurgreiðslur með ríflegum vöxtum að viðbættum tilkostnaði þeirra við samningaumleitanir! Rökrétt svar Íslendinga var eftirfarandi: Ef þið teljið ykkur eiga fjárkröfu á íslenska ríkið í staðinn fyrir viðkomandi banka og Tryggingarsjóð innstæðueigenda, þá eigið þið að leita réttar ykkar fyrir dómstólum. Hvaða dómstólar væru það? Héraðsdómur Reykjavíkur, hvort sem væri gagnvart Landsbankanum sem á heima í Reykjavík eða íslenskum skattborgurum því þar er varnarþing íslenska ríkisins. En þetta var hægara sagt en gert. Í samningaviðræðum um Icesave vildu Bretar og Hollendingar að þeir hefðu forræði um dómsmálið og gætu ákveðið að fara með það fyrir evrópskan dómstól sem yrði úrskurðaraðili en ekki íslenskir dómstólar. Við sögðum á hinn bóginn að íslenskur dómstóll ætti að dæma en að illmögulegt yrði að meina stefnanda að óska eftir áliti frá EFTA-dómstólnum ef hann krefðist þess. Það yrði þó aldrei meira en álitsgerð. Þau sem lögðust gegn þvingunarsamningum Breta og Hollendinga litu aldrei á það sem sérstaka óskastöðu fyrir íslenska skattgreiðendur að lenda í deilum fyrir rétti. En þeim sem teldu á sér brotið væri hins vegar í lófa lagið að leita réttar síns fyrir dómstólum í stað þess að beita ofbeldi í krafti valds hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða hjá Evrópusambandinu eins og gert var. Ef Bretar og Hollendingar teldu sig eiga fjárkröfur á íslenska ríkið vegna innistæðna í gjaldþrota einkabanka, þá ættu þeir að snúa sér til Héraðsdóms Reykjavíkur. Það væri vissulega dómstólaleið sem þessi ríki gætu farið. Þar með væri þó ekki lögð blessun yfir rangláta kröfugerð þeirra. Hinn eðlilegi farvegur væri þrotabús- og innstæðutryggingarsjóðsleið! Nú hefur framkvæmdastjórn ESB bætt gráu ofan á svart með aðkomu sinni að málshöfðun gegn Íslandi. Það breytir því ekki að niðurstaðan verður ekki ráðin í Brussel heldur í Reykjavík.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun