Fjórtán ára sigurvegari á atvinnumannamóti Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. janúar 2012 18:30 Lydia Ko horfir einbeitt á eftir einu högga sinna. MYND/NORDIC PHOTO/AFP Lydia Ko fjórtán ára gömul stúlka frá Nýja-Sjálandi varð í dag yngsti kylfingurinn til að sigra atvinnumannamót í golfi þegar hún sigraði New South Wales Open kvenngolfmótið á áströlsku mótaröðinni. Áhugamaðurinn Ko vann með fjögurra högga mun og bætti met Japanans Rory Ishikawa sem sigraði á japönsku mótaröðinni 15 ára gamall og átta mánaða. "Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað ég get sagt," sagði Ko sem verður 15 ára gömul 24. apríl. Ko fékk engan skolla á lokahringnum þar sem hún lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Hún lék alls á 14 höggum undir pari. Ko bætti þar með fyrir mistök sín frá því á sama móti frá árinu á undan þegar hún þrípúttaði á lokaholunni og varð að sætta sig við annað sætið, höggi á eftir Caroline Hedwall. "Þetta tók mjög á taugarnar. Ég var stressuð þar til á síðustu sekúndu. Ég hugsaði um það sem gerðist í fyrra og leit til baka og sá hvað það voru margir að horfa," sagði Ko. Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Lydia Ko fjórtán ára gömul stúlka frá Nýja-Sjálandi varð í dag yngsti kylfingurinn til að sigra atvinnumannamót í golfi þegar hún sigraði New South Wales Open kvenngolfmótið á áströlsku mótaröðinni. Áhugamaðurinn Ko vann með fjögurra högga mun og bætti met Japanans Rory Ishikawa sem sigraði á japönsku mótaröðinni 15 ára gamall og átta mánaða. "Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað ég get sagt," sagði Ko sem verður 15 ára gömul 24. apríl. Ko fékk engan skolla á lokahringnum þar sem hún lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Hún lék alls á 14 höggum undir pari. Ko bætti þar með fyrir mistök sín frá því á sama móti frá árinu á undan þegar hún þrípúttaði á lokaholunni og varð að sætta sig við annað sætið, höggi á eftir Caroline Hedwall. "Þetta tók mjög á taugarnar. Ég var stressuð þar til á síðustu sekúndu. Ég hugsaði um það sem gerðist í fyrra og leit til baka og sá hvað það voru margir að horfa," sagði Ko.
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira