Innlent

Krefjast frávísunar í máli fyrrverandi forstjóra FME

Frá þingfestingunni í dag.
Frá þingfestingunni í dag. mynd/GVA
Gunnar Andersen og starfsmaður Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir brot á þagnaskyldu, krefjast frávísunar málsins. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa látið upplýsingar úr Landsbankanum í hendur Ársæls Valfells sem kom þeim síðan til fréttastjóra DV.

Málið var þingfest í morgun þar sem ákærðu neituðu báðir sök og kröfðust jafnframt frávísunar sem fyrr segir. Ástæða frávísunarkröfunnar er tilkomin vegna þess að sakborningar telja Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara vanhæfan til þess að fara með málið.

Eins og fram kom á Vísi í morgun getur Gunnar búist við allt að ársfangelsi verði hann fundinn sekur.


Tengdar fréttir

Brot Gunnars Andersen varða árs fangelsi - málið þingfest

Ákæra á hendur Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, verður þingfest rétt fyrir hádegi í dag. Hann er, ásamt starfsmanni Landsbankans, ákærður fyrir brot á þagnarskyldu. Samkvæmt ákæru fékk Gunnar starfsmann Landsbankans til að afla gagna úr bókhaldi bankans um viðskipti Bogamannsins ehf. sem hann afhenti Ársæli Valfells, að beiðni meðákærða en um var að ræða skjal sem sýndi að Landsbanki Íslands hf. greiddi 32.7 milljónir króna inn á bankareikning Bogamannsins ehf. 13. júní 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×