Vernd barna gegn kynferðislegum glæpum Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða. Afleiðingarnar eru öryggisleysi og skömm, sem því miður fylgir enn þolendum kynferðisbrota en ætti með réttu aðeins heima hjá þeim sem ofbeldinu beita. Brotin fela í sér grófustu tegund mannréttindabrota sem ekki má láta kyrr liggja. Sem betur fer hefur þagnarmúrinn kringum þessa glæpi hrunið smátt og smátt á síðustu áratugum. Það er þó ekki nóg að þolendur geti sagt frá, heldur verður samfélagið að vera vel vopnað í baráttunni gegn þessum hroðaverkum. Sögulegur samningurHlutur Íslands má ekki liggja eftir í að uppræta ofbeldi gegn börnum. Fyrir skömmu lögðum við því fram tillögu á Alþingi þar sem lagt var til að Íslendingar fullgiltu mikilvægan Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun og um leið frumvarp að lagabreytingum til að tryggja framkvæmd samningsins. Samningurinn, sem kenndur er við Lanzarote, var gerður árið 2007. Tilgangurinn með honum er þríþættur: Í fyrsta lagi er markmiðið að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum. Í öðru lagi að vernda réttindi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Síðast en ekki síst er ætlunin að efla samstarf í baráttunni gegn kynferðislegum glæpum gegn börnum hjá hverri þjóð og á alþjóðavettvangi. Samningurinn er mjög yfirgripsmikill og markar tímamót. Með honum bindast ríki böndum í baráttunni gegn ofbeldi gegn börnum en sú barátta getur ekki verið bundin við landamæri. Ekki er þó einvörðungu kveðið á um hvaða háttsemi skuli teljast refsiverð heldur fjallar samningurinn einnig um forvarnir, stuðning fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og meðferð kynferðisbrotamanna. Ofbeldi um spjallrásirSamningurinn leggur þannig til leiðir til þess að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í hefðbundnum skilningi en einnig gegn barnavændi, barnaklámi og ferðaþjónustu sem beinist að kynferðislegri misnotkun barna. Hann skapar enn fremur grundvöll til að sporna við því þegar fullorðnir einstaklingar falast af ásettu ráði eftir börnum t.d. á spjallrásum í kynferðislegum tilgangi eða láta börn vísvitandi verða vitni að kynferðislegri misnotkun eða kynferðislegum athöfnum. Samningurinn er hinn fyrsti þar sem sett er fram krafa um að sett verði í refsilög ákvæði gegn misnotkun barna í ýmsum myndum, þ.m.t. þegar slík misnotkun á sér stað inni á heimili barns eða innan fjölskyldu þess. Hann leggur áherslu á forvarnir og að menn, sem óttast að þeir geti framið eitthvert þeirra brota sem lýst eru refsiverð samkvæmt samningnum, geti leitað sér aðstoðar til þess að koma í veg fyrir það. Sú skylda er lögð á herðar aðildarríkjanna að standa að vitundarvakningu um réttindi barna og hvað bendi til þess að barn geti verið þolandi ofbeldis. Jafnframt gerir hann ráð fyrir fræðslu fyrir börnin sjálf. Refsilögsaga nær til útlandaSamningurinn hefur enn fremur að geyma ákvæði varðandi nýja tegund ofbeldis eins og kynferðislega misneytingu og misnotkun barna fyrir tilstilli upplýsinga- og samskiptatækni en því hafa aðrir alþjóðasamningar ekki tekið á. Hann tekur einnig á framsækinn hátt á því ógnvænlega vandamáli sem ferðaþjónusta tengd misnotkun barna er með því að kveða á um að hver samningsaðili skuli fella undir refsilögsögu sína öll brot sem framin eru erlendis af ríkisborgara hans, eða einstaklingi sem hefur fasta búsetu á yfirráðasvæði hans – jafnvel þótt brotið sé ekki refsivert samkvæmt lögum þess ríkis þar sem brotið er framið. Það er mjög brýnt að lagarammi ríkja sé þannig gerður að hann veiti börnum eins ríka vernd og hugsanlega er unnt. Í því tilliti getur alþjóðasamstarf haft veigamikil áhrif. Samningurinn sem hér um ræðir sker upp herör gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og íslensk stjórnvöld láta ekki sitt eftir liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða. Afleiðingarnar eru öryggisleysi og skömm, sem því miður fylgir enn þolendum kynferðisbrota en ætti með réttu aðeins heima hjá þeim sem ofbeldinu beita. Brotin fela í sér grófustu tegund mannréttindabrota sem ekki má láta kyrr liggja. Sem betur fer hefur þagnarmúrinn kringum þessa glæpi hrunið smátt og smátt á síðustu áratugum. Það er þó ekki nóg að þolendur geti sagt frá, heldur verður samfélagið að vera vel vopnað í baráttunni gegn þessum hroðaverkum. Sögulegur samningurHlutur Íslands má ekki liggja eftir í að uppræta ofbeldi gegn börnum. Fyrir skömmu lögðum við því fram tillögu á Alþingi þar sem lagt var til að Íslendingar fullgiltu mikilvægan Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun og um leið frumvarp að lagabreytingum til að tryggja framkvæmd samningsins. Samningurinn, sem kenndur er við Lanzarote, var gerður árið 2007. Tilgangurinn með honum er þríþættur: Í fyrsta lagi er markmiðið að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum. Í öðru lagi að vernda réttindi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Síðast en ekki síst er ætlunin að efla samstarf í baráttunni gegn kynferðislegum glæpum gegn börnum hjá hverri þjóð og á alþjóðavettvangi. Samningurinn er mjög yfirgripsmikill og markar tímamót. Með honum bindast ríki böndum í baráttunni gegn ofbeldi gegn börnum en sú barátta getur ekki verið bundin við landamæri. Ekki er þó einvörðungu kveðið á um hvaða háttsemi skuli teljast refsiverð heldur fjallar samningurinn einnig um forvarnir, stuðning fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og meðferð kynferðisbrotamanna. Ofbeldi um spjallrásirSamningurinn leggur þannig til leiðir til þess að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í hefðbundnum skilningi en einnig gegn barnavændi, barnaklámi og ferðaþjónustu sem beinist að kynferðislegri misnotkun barna. Hann skapar enn fremur grundvöll til að sporna við því þegar fullorðnir einstaklingar falast af ásettu ráði eftir börnum t.d. á spjallrásum í kynferðislegum tilgangi eða láta börn vísvitandi verða vitni að kynferðislegri misnotkun eða kynferðislegum athöfnum. Samningurinn er hinn fyrsti þar sem sett er fram krafa um að sett verði í refsilög ákvæði gegn misnotkun barna í ýmsum myndum, þ.m.t. þegar slík misnotkun á sér stað inni á heimili barns eða innan fjölskyldu þess. Hann leggur áherslu á forvarnir og að menn, sem óttast að þeir geti framið eitthvert þeirra brota sem lýst eru refsiverð samkvæmt samningnum, geti leitað sér aðstoðar til þess að koma í veg fyrir það. Sú skylda er lögð á herðar aðildarríkjanna að standa að vitundarvakningu um réttindi barna og hvað bendi til þess að barn geti verið þolandi ofbeldis. Jafnframt gerir hann ráð fyrir fræðslu fyrir börnin sjálf. Refsilögsaga nær til útlandaSamningurinn hefur enn fremur að geyma ákvæði varðandi nýja tegund ofbeldis eins og kynferðislega misneytingu og misnotkun barna fyrir tilstilli upplýsinga- og samskiptatækni en því hafa aðrir alþjóðasamningar ekki tekið á. Hann tekur einnig á framsækinn hátt á því ógnvænlega vandamáli sem ferðaþjónusta tengd misnotkun barna er með því að kveða á um að hver samningsaðili skuli fella undir refsilögsögu sína öll brot sem framin eru erlendis af ríkisborgara hans, eða einstaklingi sem hefur fasta búsetu á yfirráðasvæði hans – jafnvel þótt brotið sé ekki refsivert samkvæmt lögum þess ríkis þar sem brotið er framið. Það er mjög brýnt að lagarammi ríkja sé þannig gerður að hann veiti börnum eins ríka vernd og hugsanlega er unnt. Í því tilliti getur alþjóðasamstarf haft veigamikil áhrif. Samningurinn sem hér um ræðir sker upp herör gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og íslensk stjórnvöld láta ekki sitt eftir liggja.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun