Haustið og heilsan Teitur Guðmundsson skrifar 11. september 2012 06:00 Haustið er komið, veðrið hefur breyst til muna á örfáum dögum, gróðurinn að breytast og önnur lykt komin í loftið. Það er kaldari tími fram undan umvafinn dulúð, krafti og fegurð. Skólarnir að byrja, starfsemi fyrirtækja að komast á skrið að nýju og undirbúningur fyrir veturinn hafinn. Það er eitthvað ánægjulegt við haustið, maður er fullur af orku eftir sumarið og reiðubúinn að takast á við verkefni þau sem liggja fyrir með eftirvæntingu. Þetta er skemmtilegur tími og fallegur þegar litir umhverfisins breytast og næturfrost og norðurljós láta á sér kræla á ný. Flest okkar fá ný hlutverk og annríkið eykst á þessum sama tíma, dagarnir verða skipulagðari og verkefnin fjölbreyttari fram að næsta sumri. Á þessum tíma eru margir sem ætla sér að komast í gott form, byrja að æfa af krafti að nýju. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast af fólki sem hefur „trassað" hreyfingu sína um sumarið og vill ná af sér grillsteikunum. Í það minnsta á að komast í kjólinn fyrir jólin, lyfta brasilíska rassinum eða verða fit eins og stjörnurnar. Þetta er allt gott og blessað og vonandi ná allir þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér, svo lengi sem þeir fylgja almennum leiðbeiningum og fara ekki fram úr sjálfum sér með ofþjálfun, rangri líkamsbeitingu, ofneyslu próteindrykkja eða fæðubótarefna eða annarri viðlíka vitleysu. Þá ættu viðkomandi ekki að láta fólk sem hefur litla sem enga menntun né þekkingu á starfsemi líkamans segja sér fyrir verkum í þjálfun eða hvað næringu snertir. Mikilvægast er að horfa til þeirra þátta sem skipta okkur öll máli, en það eru reglubundin hreyfing, hollt mataræði, nægur svefn og hæfilegt álag. Allir ættu að eiga skilgreind verkefni við sitt hæfi og vera í góðum samskiptum við annað fólk. Þetta eru þeir þættir sem teljast til heilbrigðra lífshátta og skila sér í bættri heilsu og líðan. Nú þegar haustið er komið er mikilvægt að muna eftir þessum grundvallarþáttum, kveisur og pestir herja frekar á þá sem eru undir miklu álagi og streitu og hugsa síður um sjálfa sig. Þá er einnig talið að sjúkdómar ýmiss konar geti átt orsök sína í slíku ójafnvægi. Það er skynsamlegt að verjast inflúensu með bólusetningu sem herjar alla jafna á þessum tíma, einnig er ráðlegt að nota bætiefni sem sannað hafa gildi sitt eins og Omega 3-fitusýrur og D-vítamín sem okkur öll skortir yfir vetrartímabilið. Þeir sem reykja ættu að stefna að því að hætta því en víst er að reykingafólki er hættara við sjúkdómum í öndunarfærum svo sem eins og berkjubólgu og lungnabólgu. Því er skynsamlegt að verja hæfilegum tíma til að rækta sjálfan sig og sína nánustu. Það er auðvitað ekki til nein töfraformúla þegar kemur að heilbrigði einstaklinga sem eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þó er ljóst að ef við náum því markmiði að halda góðu jafnvægi milli þeirra þátta sem ég taldi upp að framan og hugsum jákvætt og uppbyggilega er líklegra en ekki að heilsa okkar verði góð. Tökum því á móti haustinu og komandi vetri með gleði og eftirvæntingu, fögnum fjölbreytileika þeirra verkefna sem fyrir okkur liggja og setjum markið hátt auk þess að muna eftir að njóta lífsins, því það mun svo sannarlega skila sér í bættri heilsu okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið er komið, veðrið hefur breyst til muna á örfáum dögum, gróðurinn að breytast og önnur lykt komin í loftið. Það er kaldari tími fram undan umvafinn dulúð, krafti og fegurð. Skólarnir að byrja, starfsemi fyrirtækja að komast á skrið að nýju og undirbúningur fyrir veturinn hafinn. Það er eitthvað ánægjulegt við haustið, maður er fullur af orku eftir sumarið og reiðubúinn að takast á við verkefni þau sem liggja fyrir með eftirvæntingu. Þetta er skemmtilegur tími og fallegur þegar litir umhverfisins breytast og næturfrost og norðurljós láta á sér kræla á ný. Flest okkar fá ný hlutverk og annríkið eykst á þessum sama tíma, dagarnir verða skipulagðari og verkefnin fjölbreyttari fram að næsta sumri. Á þessum tíma eru margir sem ætla sér að komast í gott form, byrja að æfa af krafti að nýju. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast af fólki sem hefur „trassað" hreyfingu sína um sumarið og vill ná af sér grillsteikunum. Í það minnsta á að komast í kjólinn fyrir jólin, lyfta brasilíska rassinum eða verða fit eins og stjörnurnar. Þetta er allt gott og blessað og vonandi ná allir þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér, svo lengi sem þeir fylgja almennum leiðbeiningum og fara ekki fram úr sjálfum sér með ofþjálfun, rangri líkamsbeitingu, ofneyslu próteindrykkja eða fæðubótarefna eða annarri viðlíka vitleysu. Þá ættu viðkomandi ekki að láta fólk sem hefur litla sem enga menntun né þekkingu á starfsemi líkamans segja sér fyrir verkum í þjálfun eða hvað næringu snertir. Mikilvægast er að horfa til þeirra þátta sem skipta okkur öll máli, en það eru reglubundin hreyfing, hollt mataræði, nægur svefn og hæfilegt álag. Allir ættu að eiga skilgreind verkefni við sitt hæfi og vera í góðum samskiptum við annað fólk. Þetta eru þeir þættir sem teljast til heilbrigðra lífshátta og skila sér í bættri heilsu og líðan. Nú þegar haustið er komið er mikilvægt að muna eftir þessum grundvallarþáttum, kveisur og pestir herja frekar á þá sem eru undir miklu álagi og streitu og hugsa síður um sjálfa sig. Þá er einnig talið að sjúkdómar ýmiss konar geti átt orsök sína í slíku ójafnvægi. Það er skynsamlegt að verjast inflúensu með bólusetningu sem herjar alla jafna á þessum tíma, einnig er ráðlegt að nota bætiefni sem sannað hafa gildi sitt eins og Omega 3-fitusýrur og D-vítamín sem okkur öll skortir yfir vetrartímabilið. Þeir sem reykja ættu að stefna að því að hætta því en víst er að reykingafólki er hættara við sjúkdómum í öndunarfærum svo sem eins og berkjubólgu og lungnabólgu. Því er skynsamlegt að verja hæfilegum tíma til að rækta sjálfan sig og sína nánustu. Það er auðvitað ekki til nein töfraformúla þegar kemur að heilbrigði einstaklinga sem eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þó er ljóst að ef við náum því markmiði að halda góðu jafnvægi milli þeirra þátta sem ég taldi upp að framan og hugsum jákvætt og uppbyggilega er líklegra en ekki að heilsa okkar verði góð. Tökum því á móti haustinu og komandi vetri með gleði og eftirvæntingu, fögnum fjölbreytileika þeirra verkefna sem fyrir okkur liggja og setjum markið hátt auk þess að muna eftir að njóta lífsins, því það mun svo sannarlega skila sér í bættri heilsu okkar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar