Viðskipti innlent

Styrkjum úthlutað úr Orkurannsóknarsjóði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls var 56 milljónum króna úthlutað úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar í dag í styrki til framhaldsnáms og rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkurannsókna. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála. Fjórir doktorsnemar hlutu styrki að upphæð ein milljón króna og átján meistaranemar hlutu styrki að upphæð 500 þúsund krónur, alls þrettán milljónir.

Þá var 43 milljónum króna úthlutað til rannsóknarverkefna, bæði nýrra verkefna sem og framhaldsstyrkir til verkefna sem þegar hafa verið styrkt. Alls voru styrkt ellefu ný verkefni og ellefu verkefni hlutu áframhaldandi styrki. Tólf styrkir eru veittir til rannsókna á náttúru og umhverfi, sjö til rannsókna á orkumálum, tveir til vistvæns eldsneytis og tækni sem dregur úr losun kolefnisgasa og einn til minjaverndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×