Viðskipti innlent

Íslandsbanki eignast Kreditkort hf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutum í Kreditkorti hf. en fyrir átti bankinn 55% hlut. Nýja stjórn félagsins skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, Haukur Skúlason, forstöðumaður á viðskiptabankasviði Íslandsbanka og Vilborg Lofts sem jafnframt er stjórnarformaður. Í varastjórn eru Árni Geir Pálsson, Kristján Elvar Guðlaugsson og Daníel Helgi Reynisson.

Kreditkort er með áratuga reynslu í kortaútgáfu og gefur í dag út American Express og MasterCard kort. Félagið varð sjálfstæður kortaútgefandi árið 2008, þegar fyrirrennara þess var skipt upp í tvö félög, annars vegar Kreditkort sem kortaútgefanda og hins vegar Borgun sem færsluhirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×