Viðskipti innlent

Sólfell staðsett í Suðurbugt við Gömlu höfnina

Samningur um framtíð Sólfells undirritaður.
Samningur um framtíð Sólfells undirritaður.

Búð er að undirrita samning um úthlutun lóðar og staðsetningu hússins Sólfells í Suðurbugt Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu mánuði m.a. með auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi og endurbyggingu hússins. Minjavernd hf. er eigandi hússins og er unnið að endurbyggingunni á Slippasvæðinu.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að úthlutun lóðarinnar er framhald þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í Suðurbugtinni með breytingum á Geirsgötuverbúðunum í aðstöðu veitingahúsa, aðstöðu handverksfólks og fleira. Á síðasta sumri iðaði Suðurbugtin af lífi enda valið fólk í hverju rúmi verbúðanna. Vonin er sú að Sólfellið muni bæta enn í þá fjölskrúðugu flóru sem fyrir er og verða sem flestum til yndisauka sem svæðið heimsækja.

Sólfellið er saltfiskvekunarhús sem reist var á Kirkjusandi árið 1921. Húsið fór á eiltítið flakk fyrir nokkrum árum þegar fyrirhugað var að byggja á lóðum við Kirkjusand, en Minjavernd tók húsið í fóstur og í samstarfi við Faxaflóahafnir sf. er húsinu nú fundinn samverustaður á lóð hjá skyldmennum við Suðurbugtina.

Nú um næstu mánaðarmót mun Minjavernd hf. hefja framkvæmdir á framtíðar lóð hússins við Ægisgarð 2 og verður húsið væntanlega flutt á nýjan grunn á vordögum. Húsið verður samkvæmt áætlun full klárað innandyra þegar líður að hausti.

Þá má nefna að samþykkt hefur verið í stjórn Faxaflóahafna sf. að tryggja gangandi vegfarendum forgang við verbúðirnar með því að banna akstur bifreiða um Suðurbugtina. Umhverfisnefndar Reykjavíkurborgar bíður það verkefni að afgreiða þá beiðni Faxalfóahafna sf., en niðurstaða er væntanleg fljótlega. Það eru því góðar líkur á því að Suðurbugtin muni draga tl sín enn fleiri velkomna gesti á komandi sumri og misserum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×