Tortímandinn afhjúpaður 18. maí 2011 08:45 Ekki bara glans Arnold Schwarzenegger og Maria Shriver eru skilin eftir 25 ára hjónaband. Það þótti meðal þeirra traustustu í Hollywood þar til fjölmargar konur komu fram og sögðu kraftajötuninn hafa áreitt sig kynferðislega. Nú hefur komið í ljós að Schwarzenegger eignaðist barn utan hjónabands með þernu á heimili þeirra hjóna.NordicPhotos/getty Þekktasta hasarhetja kvikmyndasögunnar, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans til 25 ára, Maria Shriver, tilkynntu fyrir skemmstu að þau hygðust skilja. Engar ástæður voru gefnar upp þá en kraftakarlinn virðist hafa haft óhreint mjöl í pokahorninu. Hjónaband Mariu Shriver og Arnolds Schwarzenegger hafði verið álitið eitt það traustasta í Hollywood enda eru 25 ár langur tími í skemmtanabransanum vestanhafs og því kom það mörgum á óvart þegar fréttatilkynningin barst; þau væru skilin í sátt og samlyndi, ætluðu að vera með sameiginlegt forræði yfir börnunum sínum fjórum og halda góðri vináttu. „Þetta er vonandi bara tímabundið," var haft eftir Schwarzenegger. Tortímandinn átti hins vegar enginn svör þegar blaðamenn Los Angeles Times hófu að spyrja hann út í barn sem ein af þernum þeirra hjóna eignaðist fyrir áratug. Hann var afhjúpaður; Schwarzenegger, sem hefur gert mikið úr ímynd sinni sem fjölskyldumaður, hafði eignast barn utan hjónabands og þegar Shriver komst að því tilkynnti hún manni sínum að hún hefði engan áhuga á hjónabandinu lengur, þau væru skilin. Shriver flutti út af heimilinu fyrr á þessu ári en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum féllst hún á að bíða með yfirlýsingu um hjónaskilnaðinn þar til ríkisstjóraferli Schwarzenegger væri lokið. Í frétt Los Angeles Times kemur einnig fram að leikarinn hafi stutt móðurina fjárhagslega. Hún hafi hins vegar talið sambýlismanni sínum trú um að hann væri faðirinn, ekki Schwarzenegger. Í yfirlýsingu sem blaðinu barst biður Schwarzenegger fjölmiðla um að leyfa börnunum sínum og konu að lifa í friði, hann verðskuldi gagnrýni, ekki þau. „Ég hef beðið Mariu, börnin mín og fjölskyldu afsökunar á framferði mínu. Mér þykir þetta leitt." Málið hefur leitt til þess að kastljósinu hefur aftur verið beint að máli þeirra kvenna sem sökuðu kraftajötuninn um kynferðislega áreitni árið 2003, sama ár og hann bauð sig fram til ríkisstjórastólsins. Sex þeirra ræddu mál sín opinberlega og ein þeirra, Anna Richardson, vann að lokum meiðyrðarmál gegn honum, Schwarzenegger hélt því fram fullum fetum að hún hefði boðið hættunni heim. Schwarzenegger viðurkenndi í yfirlýsingu að hafa hagað sér „heimskulega". Sú heimska virðist ekki hafa elst af honum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
Þekktasta hasarhetja kvikmyndasögunnar, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans til 25 ára, Maria Shriver, tilkynntu fyrir skemmstu að þau hygðust skilja. Engar ástæður voru gefnar upp þá en kraftakarlinn virðist hafa haft óhreint mjöl í pokahorninu. Hjónaband Mariu Shriver og Arnolds Schwarzenegger hafði verið álitið eitt það traustasta í Hollywood enda eru 25 ár langur tími í skemmtanabransanum vestanhafs og því kom það mörgum á óvart þegar fréttatilkynningin barst; þau væru skilin í sátt og samlyndi, ætluðu að vera með sameiginlegt forræði yfir börnunum sínum fjórum og halda góðri vináttu. „Þetta er vonandi bara tímabundið," var haft eftir Schwarzenegger. Tortímandinn átti hins vegar enginn svör þegar blaðamenn Los Angeles Times hófu að spyrja hann út í barn sem ein af þernum þeirra hjóna eignaðist fyrir áratug. Hann var afhjúpaður; Schwarzenegger, sem hefur gert mikið úr ímynd sinni sem fjölskyldumaður, hafði eignast barn utan hjónabands og þegar Shriver komst að því tilkynnti hún manni sínum að hún hefði engan áhuga á hjónabandinu lengur, þau væru skilin. Shriver flutti út af heimilinu fyrr á þessu ári en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum féllst hún á að bíða með yfirlýsingu um hjónaskilnaðinn þar til ríkisstjóraferli Schwarzenegger væri lokið. Í frétt Los Angeles Times kemur einnig fram að leikarinn hafi stutt móðurina fjárhagslega. Hún hafi hins vegar talið sambýlismanni sínum trú um að hann væri faðirinn, ekki Schwarzenegger. Í yfirlýsingu sem blaðinu barst biður Schwarzenegger fjölmiðla um að leyfa börnunum sínum og konu að lifa í friði, hann verðskuldi gagnrýni, ekki þau. „Ég hef beðið Mariu, börnin mín og fjölskyldu afsökunar á framferði mínu. Mér þykir þetta leitt." Málið hefur leitt til þess að kastljósinu hefur aftur verið beint að máli þeirra kvenna sem sökuðu kraftajötuninn um kynferðislega áreitni árið 2003, sama ár og hann bauð sig fram til ríkisstjórastólsins. Sex þeirra ræddu mál sín opinberlega og ein þeirra, Anna Richardson, vann að lokum meiðyrðarmál gegn honum, Schwarzenegger hélt því fram fullum fetum að hún hefði boðið hættunni heim. Schwarzenegger viðurkenndi í yfirlýsingu að hafa hagað sér „heimskulega". Sú heimska virðist ekki hafa elst af honum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira