Tortímandinn afhjúpaður 18. maí 2011 08:45 Ekki bara glans Arnold Schwarzenegger og Maria Shriver eru skilin eftir 25 ára hjónaband. Það þótti meðal þeirra traustustu í Hollywood þar til fjölmargar konur komu fram og sögðu kraftajötuninn hafa áreitt sig kynferðislega. Nú hefur komið í ljós að Schwarzenegger eignaðist barn utan hjónabands með þernu á heimili þeirra hjóna.NordicPhotos/getty Þekktasta hasarhetja kvikmyndasögunnar, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans til 25 ára, Maria Shriver, tilkynntu fyrir skemmstu að þau hygðust skilja. Engar ástæður voru gefnar upp þá en kraftakarlinn virðist hafa haft óhreint mjöl í pokahorninu. Hjónaband Mariu Shriver og Arnolds Schwarzenegger hafði verið álitið eitt það traustasta í Hollywood enda eru 25 ár langur tími í skemmtanabransanum vestanhafs og því kom það mörgum á óvart þegar fréttatilkynningin barst; þau væru skilin í sátt og samlyndi, ætluðu að vera með sameiginlegt forræði yfir börnunum sínum fjórum og halda góðri vináttu. „Þetta er vonandi bara tímabundið," var haft eftir Schwarzenegger. Tortímandinn átti hins vegar enginn svör þegar blaðamenn Los Angeles Times hófu að spyrja hann út í barn sem ein af þernum þeirra hjóna eignaðist fyrir áratug. Hann var afhjúpaður; Schwarzenegger, sem hefur gert mikið úr ímynd sinni sem fjölskyldumaður, hafði eignast barn utan hjónabands og þegar Shriver komst að því tilkynnti hún manni sínum að hún hefði engan áhuga á hjónabandinu lengur, þau væru skilin. Shriver flutti út af heimilinu fyrr á þessu ári en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum féllst hún á að bíða með yfirlýsingu um hjónaskilnaðinn þar til ríkisstjóraferli Schwarzenegger væri lokið. Í frétt Los Angeles Times kemur einnig fram að leikarinn hafi stutt móðurina fjárhagslega. Hún hafi hins vegar talið sambýlismanni sínum trú um að hann væri faðirinn, ekki Schwarzenegger. Í yfirlýsingu sem blaðinu barst biður Schwarzenegger fjölmiðla um að leyfa börnunum sínum og konu að lifa í friði, hann verðskuldi gagnrýni, ekki þau. „Ég hef beðið Mariu, börnin mín og fjölskyldu afsökunar á framferði mínu. Mér þykir þetta leitt." Málið hefur leitt til þess að kastljósinu hefur aftur verið beint að máli þeirra kvenna sem sökuðu kraftajötuninn um kynferðislega áreitni árið 2003, sama ár og hann bauð sig fram til ríkisstjórastólsins. Sex þeirra ræddu mál sín opinberlega og ein þeirra, Anna Richardson, vann að lokum meiðyrðarmál gegn honum, Schwarzenegger hélt því fram fullum fetum að hún hefði boðið hættunni heim. Schwarzenegger viðurkenndi í yfirlýsingu að hafa hagað sér „heimskulega". Sú heimska virðist ekki hafa elst af honum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Þekktasta hasarhetja kvikmyndasögunnar, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans til 25 ára, Maria Shriver, tilkynntu fyrir skemmstu að þau hygðust skilja. Engar ástæður voru gefnar upp þá en kraftakarlinn virðist hafa haft óhreint mjöl í pokahorninu. Hjónaband Mariu Shriver og Arnolds Schwarzenegger hafði verið álitið eitt það traustasta í Hollywood enda eru 25 ár langur tími í skemmtanabransanum vestanhafs og því kom það mörgum á óvart þegar fréttatilkynningin barst; þau væru skilin í sátt og samlyndi, ætluðu að vera með sameiginlegt forræði yfir börnunum sínum fjórum og halda góðri vináttu. „Þetta er vonandi bara tímabundið," var haft eftir Schwarzenegger. Tortímandinn átti hins vegar enginn svör þegar blaðamenn Los Angeles Times hófu að spyrja hann út í barn sem ein af þernum þeirra hjóna eignaðist fyrir áratug. Hann var afhjúpaður; Schwarzenegger, sem hefur gert mikið úr ímynd sinni sem fjölskyldumaður, hafði eignast barn utan hjónabands og þegar Shriver komst að því tilkynnti hún manni sínum að hún hefði engan áhuga á hjónabandinu lengur, þau væru skilin. Shriver flutti út af heimilinu fyrr á þessu ári en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum féllst hún á að bíða með yfirlýsingu um hjónaskilnaðinn þar til ríkisstjóraferli Schwarzenegger væri lokið. Í frétt Los Angeles Times kemur einnig fram að leikarinn hafi stutt móðurina fjárhagslega. Hún hafi hins vegar talið sambýlismanni sínum trú um að hann væri faðirinn, ekki Schwarzenegger. Í yfirlýsingu sem blaðinu barst biður Schwarzenegger fjölmiðla um að leyfa börnunum sínum og konu að lifa í friði, hann verðskuldi gagnrýni, ekki þau. „Ég hef beðið Mariu, börnin mín og fjölskyldu afsökunar á framferði mínu. Mér þykir þetta leitt." Málið hefur leitt til þess að kastljósinu hefur aftur verið beint að máli þeirra kvenna sem sökuðu kraftajötuninn um kynferðislega áreitni árið 2003, sama ár og hann bauð sig fram til ríkisstjórastólsins. Sex þeirra ræddu mál sín opinberlega og ein þeirra, Anna Richardson, vann að lokum meiðyrðarmál gegn honum, Schwarzenegger hélt því fram fullum fetum að hún hefði boðið hættunni heim. Schwarzenegger viðurkenndi í yfirlýsingu að hafa hagað sér „heimskulega". Sú heimska virðist ekki hafa elst af honum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira