Tortímandinn afhjúpaður 18. maí 2011 08:45 Ekki bara glans Arnold Schwarzenegger og Maria Shriver eru skilin eftir 25 ára hjónaband. Það þótti meðal þeirra traustustu í Hollywood þar til fjölmargar konur komu fram og sögðu kraftajötuninn hafa áreitt sig kynferðislega. Nú hefur komið í ljós að Schwarzenegger eignaðist barn utan hjónabands með þernu á heimili þeirra hjóna.NordicPhotos/getty Þekktasta hasarhetja kvikmyndasögunnar, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans til 25 ára, Maria Shriver, tilkynntu fyrir skemmstu að þau hygðust skilja. Engar ástæður voru gefnar upp þá en kraftakarlinn virðist hafa haft óhreint mjöl í pokahorninu. Hjónaband Mariu Shriver og Arnolds Schwarzenegger hafði verið álitið eitt það traustasta í Hollywood enda eru 25 ár langur tími í skemmtanabransanum vestanhafs og því kom það mörgum á óvart þegar fréttatilkynningin barst; þau væru skilin í sátt og samlyndi, ætluðu að vera með sameiginlegt forræði yfir börnunum sínum fjórum og halda góðri vináttu. „Þetta er vonandi bara tímabundið," var haft eftir Schwarzenegger. Tortímandinn átti hins vegar enginn svör þegar blaðamenn Los Angeles Times hófu að spyrja hann út í barn sem ein af þernum þeirra hjóna eignaðist fyrir áratug. Hann var afhjúpaður; Schwarzenegger, sem hefur gert mikið úr ímynd sinni sem fjölskyldumaður, hafði eignast barn utan hjónabands og þegar Shriver komst að því tilkynnti hún manni sínum að hún hefði engan áhuga á hjónabandinu lengur, þau væru skilin. Shriver flutti út af heimilinu fyrr á þessu ári en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum féllst hún á að bíða með yfirlýsingu um hjónaskilnaðinn þar til ríkisstjóraferli Schwarzenegger væri lokið. Í frétt Los Angeles Times kemur einnig fram að leikarinn hafi stutt móðurina fjárhagslega. Hún hafi hins vegar talið sambýlismanni sínum trú um að hann væri faðirinn, ekki Schwarzenegger. Í yfirlýsingu sem blaðinu barst biður Schwarzenegger fjölmiðla um að leyfa börnunum sínum og konu að lifa í friði, hann verðskuldi gagnrýni, ekki þau. „Ég hef beðið Mariu, börnin mín og fjölskyldu afsökunar á framferði mínu. Mér þykir þetta leitt." Málið hefur leitt til þess að kastljósinu hefur aftur verið beint að máli þeirra kvenna sem sökuðu kraftajötuninn um kynferðislega áreitni árið 2003, sama ár og hann bauð sig fram til ríkisstjórastólsins. Sex þeirra ræddu mál sín opinberlega og ein þeirra, Anna Richardson, vann að lokum meiðyrðarmál gegn honum, Schwarzenegger hélt því fram fullum fetum að hún hefði boðið hættunni heim. Schwarzenegger viðurkenndi í yfirlýsingu að hafa hagað sér „heimskulega". Sú heimska virðist ekki hafa elst af honum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Þekktasta hasarhetja kvikmyndasögunnar, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans til 25 ára, Maria Shriver, tilkynntu fyrir skemmstu að þau hygðust skilja. Engar ástæður voru gefnar upp þá en kraftakarlinn virðist hafa haft óhreint mjöl í pokahorninu. Hjónaband Mariu Shriver og Arnolds Schwarzenegger hafði verið álitið eitt það traustasta í Hollywood enda eru 25 ár langur tími í skemmtanabransanum vestanhafs og því kom það mörgum á óvart þegar fréttatilkynningin barst; þau væru skilin í sátt og samlyndi, ætluðu að vera með sameiginlegt forræði yfir börnunum sínum fjórum og halda góðri vináttu. „Þetta er vonandi bara tímabundið," var haft eftir Schwarzenegger. Tortímandinn átti hins vegar enginn svör þegar blaðamenn Los Angeles Times hófu að spyrja hann út í barn sem ein af þernum þeirra hjóna eignaðist fyrir áratug. Hann var afhjúpaður; Schwarzenegger, sem hefur gert mikið úr ímynd sinni sem fjölskyldumaður, hafði eignast barn utan hjónabands og þegar Shriver komst að því tilkynnti hún manni sínum að hún hefði engan áhuga á hjónabandinu lengur, þau væru skilin. Shriver flutti út af heimilinu fyrr á þessu ári en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum féllst hún á að bíða með yfirlýsingu um hjónaskilnaðinn þar til ríkisstjóraferli Schwarzenegger væri lokið. Í frétt Los Angeles Times kemur einnig fram að leikarinn hafi stutt móðurina fjárhagslega. Hún hafi hins vegar talið sambýlismanni sínum trú um að hann væri faðirinn, ekki Schwarzenegger. Í yfirlýsingu sem blaðinu barst biður Schwarzenegger fjölmiðla um að leyfa börnunum sínum og konu að lifa í friði, hann verðskuldi gagnrýni, ekki þau. „Ég hef beðið Mariu, börnin mín og fjölskyldu afsökunar á framferði mínu. Mér þykir þetta leitt." Málið hefur leitt til þess að kastljósinu hefur aftur verið beint að máli þeirra kvenna sem sökuðu kraftajötuninn um kynferðislega áreitni árið 2003, sama ár og hann bauð sig fram til ríkisstjórastólsins. Sex þeirra ræddu mál sín opinberlega og ein þeirra, Anna Richardson, vann að lokum meiðyrðarmál gegn honum, Schwarzenegger hélt því fram fullum fetum að hún hefði boðið hættunni heim. Schwarzenegger viðurkenndi í yfirlýsingu að hafa hagað sér „heimskulega". Sú heimska virðist ekki hafa elst af honum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira