Traustar vísbendingar um tilvist Guðseindarinnar 13. desember 2011 15:01 Öreindaneminn ATLAS mynd/CERN Háttsettur eðlisfræðingur hjá Samtökum Evrópu að kjarnorkurannsóknum (CERN) tilkynnti í dag að traust sönnunargögn hefðu fundist sem benda til tilvistar Higgs-bóseindarinnar. Eðlisfræðingarnir hafa safnað saman upplýsingum úr tilraunum sínum í öreindahraðlinum LHC. Talið er að CERN geti staðfest tilvist Higgs-bóseindarinnar á næsta ári en vísindamennirnir þurfa lengri tíma til að sannreyna upplýsingarnar. Ekki er hægt að staðfesta tilvist Higgs-bóseindarinnar með vísindalegum aðferðum fyrr en upplýsingarnar hafa verið uppfærðar. Tvö rannsóknarteymi kynntu niðurstöður rannsókna sinna í dag. Hóparnir tveir voru ekki upplýstir um niðurstöður hvors annars enda myndi það hafa áhrif á heildarniðurstöður þeirra. Teymin eru kennd við þá öreindanema sem þau notuðust við, þá Atlas og CMS. Lengi hefur verið vitað um eðlisfræðilega eiginleika Higgs-bóseindarinnar svo að þegar rétt stökk koma í línuritum vísindamannanna geta þeir staðfest að eindin hafi myndast í árekstrinum. Gríðarlegt magn upplýsinga þarf þó til að færa sönnur á bóseindin sé til. Higgs-bóseindin er ekki samansett úr minni eindum og því er hún öreind. Þessi tegund einda er til grundvallar í uppbyggingu alheimsins og er nauðsynlegur hluti staðallíkans eðlisfræðinnar. Higgs-bóseindin er eini hluti líkansins sem ekki hefur verið staðfestur með vísindalegri athugun. Higgs-bóseindin er nefnd eftir eðlisfræðingnum Peter Higgs en hann gat sér til um tilvist hennar árið 1964. Öreindin útskýrir af hverju aðrar eindir hafa massa. Þetta átti sér stað augnablikum eftir Stóra hvell. Higgs-sviðið myndaðist ásamt bóseindinni og veitti öreindum massa - þessar öreindir mynduðu síðan frumeindir eða atóm. Hefði Higgs-sviðið ekki myndast hefðu öreindirnar einfaldlega skotist í gegnum alheiminn á ljóshraða. Eðlisfræðingar hafa leitað ýmissa leiða við að útskýra virkni Higgs-bóseindarinnar. Ein leið fellst í því að ímynda sér Hollywood-stórstjörnu á gangi niður fjölfarna götu. Þegar ljósmyndararnir taka að streyma að neyðist stjarnan til að hægja á sér. Hún þarf að takast á við þá mótspyrnu sem ytri áhrif hafa á hana. Með öðrum orðum fær stjarnan massa. Önnur leið til að ímynda sér Higgs-sviðið og áhrif þess á öreindir er að stinga títuprjóni eða tannstöngli ofaní dollu af þykkum vökva (t.d. sýrópi) og færa hann til. Áhaldið hefur áður óþekktann massa sem myndast frá vökvanum. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Háttsettur eðlisfræðingur hjá Samtökum Evrópu að kjarnorkurannsóknum (CERN) tilkynnti í dag að traust sönnunargögn hefðu fundist sem benda til tilvistar Higgs-bóseindarinnar. Eðlisfræðingarnir hafa safnað saman upplýsingum úr tilraunum sínum í öreindahraðlinum LHC. Talið er að CERN geti staðfest tilvist Higgs-bóseindarinnar á næsta ári en vísindamennirnir þurfa lengri tíma til að sannreyna upplýsingarnar. Ekki er hægt að staðfesta tilvist Higgs-bóseindarinnar með vísindalegum aðferðum fyrr en upplýsingarnar hafa verið uppfærðar. Tvö rannsóknarteymi kynntu niðurstöður rannsókna sinna í dag. Hóparnir tveir voru ekki upplýstir um niðurstöður hvors annars enda myndi það hafa áhrif á heildarniðurstöður þeirra. Teymin eru kennd við þá öreindanema sem þau notuðust við, þá Atlas og CMS. Lengi hefur verið vitað um eðlisfræðilega eiginleika Higgs-bóseindarinnar svo að þegar rétt stökk koma í línuritum vísindamannanna geta þeir staðfest að eindin hafi myndast í árekstrinum. Gríðarlegt magn upplýsinga þarf þó til að færa sönnur á bóseindin sé til. Higgs-bóseindin er ekki samansett úr minni eindum og því er hún öreind. Þessi tegund einda er til grundvallar í uppbyggingu alheimsins og er nauðsynlegur hluti staðallíkans eðlisfræðinnar. Higgs-bóseindin er eini hluti líkansins sem ekki hefur verið staðfestur með vísindalegri athugun. Higgs-bóseindin er nefnd eftir eðlisfræðingnum Peter Higgs en hann gat sér til um tilvist hennar árið 1964. Öreindin útskýrir af hverju aðrar eindir hafa massa. Þetta átti sér stað augnablikum eftir Stóra hvell. Higgs-sviðið myndaðist ásamt bóseindinni og veitti öreindum massa - þessar öreindir mynduðu síðan frumeindir eða atóm. Hefði Higgs-sviðið ekki myndast hefðu öreindirnar einfaldlega skotist í gegnum alheiminn á ljóshraða. Eðlisfræðingar hafa leitað ýmissa leiða við að útskýra virkni Higgs-bóseindarinnar. Ein leið fellst í því að ímynda sér Hollywood-stórstjörnu á gangi niður fjölfarna götu. Þegar ljósmyndararnir taka að streyma að neyðist stjarnan til að hægja á sér. Hún þarf að takast á við þá mótspyrnu sem ytri áhrif hafa á hana. Með öðrum orðum fær stjarnan massa. Önnur leið til að ímynda sér Higgs-sviðið og áhrif þess á öreindir er að stinga títuprjóni eða tannstöngli ofaní dollu af þykkum vökva (t.d. sýrópi) og færa hann til. Áhaldið hefur áður óþekktann massa sem myndast frá vökvanum.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira