Traustar vísbendingar um tilvist Guðseindarinnar 13. desember 2011 15:01 Öreindaneminn ATLAS mynd/CERN Háttsettur eðlisfræðingur hjá Samtökum Evrópu að kjarnorkurannsóknum (CERN) tilkynnti í dag að traust sönnunargögn hefðu fundist sem benda til tilvistar Higgs-bóseindarinnar. Eðlisfræðingarnir hafa safnað saman upplýsingum úr tilraunum sínum í öreindahraðlinum LHC. Talið er að CERN geti staðfest tilvist Higgs-bóseindarinnar á næsta ári en vísindamennirnir þurfa lengri tíma til að sannreyna upplýsingarnar. Ekki er hægt að staðfesta tilvist Higgs-bóseindarinnar með vísindalegum aðferðum fyrr en upplýsingarnar hafa verið uppfærðar. Tvö rannsóknarteymi kynntu niðurstöður rannsókna sinna í dag. Hóparnir tveir voru ekki upplýstir um niðurstöður hvors annars enda myndi það hafa áhrif á heildarniðurstöður þeirra. Teymin eru kennd við þá öreindanema sem þau notuðust við, þá Atlas og CMS. Lengi hefur verið vitað um eðlisfræðilega eiginleika Higgs-bóseindarinnar svo að þegar rétt stökk koma í línuritum vísindamannanna geta þeir staðfest að eindin hafi myndast í árekstrinum. Gríðarlegt magn upplýsinga þarf þó til að færa sönnur á bóseindin sé til. Higgs-bóseindin er ekki samansett úr minni eindum og því er hún öreind. Þessi tegund einda er til grundvallar í uppbyggingu alheimsins og er nauðsynlegur hluti staðallíkans eðlisfræðinnar. Higgs-bóseindin er eini hluti líkansins sem ekki hefur verið staðfestur með vísindalegri athugun. Higgs-bóseindin er nefnd eftir eðlisfræðingnum Peter Higgs en hann gat sér til um tilvist hennar árið 1964. Öreindin útskýrir af hverju aðrar eindir hafa massa. Þetta átti sér stað augnablikum eftir Stóra hvell. Higgs-sviðið myndaðist ásamt bóseindinni og veitti öreindum massa - þessar öreindir mynduðu síðan frumeindir eða atóm. Hefði Higgs-sviðið ekki myndast hefðu öreindirnar einfaldlega skotist í gegnum alheiminn á ljóshraða. Eðlisfræðingar hafa leitað ýmissa leiða við að útskýra virkni Higgs-bóseindarinnar. Ein leið fellst í því að ímynda sér Hollywood-stórstjörnu á gangi niður fjölfarna götu. Þegar ljósmyndararnir taka að streyma að neyðist stjarnan til að hægja á sér. Hún þarf að takast á við þá mótspyrnu sem ytri áhrif hafa á hana. Með öðrum orðum fær stjarnan massa. Önnur leið til að ímynda sér Higgs-sviðið og áhrif þess á öreindir er að stinga títuprjóni eða tannstöngli ofaní dollu af þykkum vökva (t.d. sýrópi) og færa hann til. Áhaldið hefur áður óþekktann massa sem myndast frá vökvanum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Háttsettur eðlisfræðingur hjá Samtökum Evrópu að kjarnorkurannsóknum (CERN) tilkynnti í dag að traust sönnunargögn hefðu fundist sem benda til tilvistar Higgs-bóseindarinnar. Eðlisfræðingarnir hafa safnað saman upplýsingum úr tilraunum sínum í öreindahraðlinum LHC. Talið er að CERN geti staðfest tilvist Higgs-bóseindarinnar á næsta ári en vísindamennirnir þurfa lengri tíma til að sannreyna upplýsingarnar. Ekki er hægt að staðfesta tilvist Higgs-bóseindarinnar með vísindalegum aðferðum fyrr en upplýsingarnar hafa verið uppfærðar. Tvö rannsóknarteymi kynntu niðurstöður rannsókna sinna í dag. Hóparnir tveir voru ekki upplýstir um niðurstöður hvors annars enda myndi það hafa áhrif á heildarniðurstöður þeirra. Teymin eru kennd við þá öreindanema sem þau notuðust við, þá Atlas og CMS. Lengi hefur verið vitað um eðlisfræðilega eiginleika Higgs-bóseindarinnar svo að þegar rétt stökk koma í línuritum vísindamannanna geta þeir staðfest að eindin hafi myndast í árekstrinum. Gríðarlegt magn upplýsinga þarf þó til að færa sönnur á bóseindin sé til. Higgs-bóseindin er ekki samansett úr minni eindum og því er hún öreind. Þessi tegund einda er til grundvallar í uppbyggingu alheimsins og er nauðsynlegur hluti staðallíkans eðlisfræðinnar. Higgs-bóseindin er eini hluti líkansins sem ekki hefur verið staðfestur með vísindalegri athugun. Higgs-bóseindin er nefnd eftir eðlisfræðingnum Peter Higgs en hann gat sér til um tilvist hennar árið 1964. Öreindin útskýrir af hverju aðrar eindir hafa massa. Þetta átti sér stað augnablikum eftir Stóra hvell. Higgs-sviðið myndaðist ásamt bóseindinni og veitti öreindum massa - þessar öreindir mynduðu síðan frumeindir eða atóm. Hefði Higgs-sviðið ekki myndast hefðu öreindirnar einfaldlega skotist í gegnum alheiminn á ljóshraða. Eðlisfræðingar hafa leitað ýmissa leiða við að útskýra virkni Higgs-bóseindarinnar. Ein leið fellst í því að ímynda sér Hollywood-stórstjörnu á gangi niður fjölfarna götu. Þegar ljósmyndararnir taka að streyma að neyðist stjarnan til að hægja á sér. Hún þarf að takast á við þá mótspyrnu sem ytri áhrif hafa á hana. Með öðrum orðum fær stjarnan massa. Önnur leið til að ímynda sér Higgs-sviðið og áhrif þess á öreindir er að stinga títuprjóni eða tannstöngli ofaní dollu af þykkum vökva (t.d. sýrópi) og færa hann til. Áhaldið hefur áður óþekktann massa sem myndast frá vökvanum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira