NBA: Miami komið í lokaúrslitin á móti Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2011 09:00 LeBron James fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. Miami vann leikinn í nótt 83-80 þökk sé frábærum 18-3 endaspretti þar sem liðið vann upp tólf stiga forskot Chicago og tryggði sér sigurinn. LeBron James og Dwyane Wade skoruðu báðir átta stig á þessum þremur síðustu mínútum leiksins en það leit út fyrir að Bulls-liðið væri búið að tryggja sér annan leik þegar liðið var 77-65 yfir og aðeins um þrjár mínútur eftir. „Þið sjáið að við höfum tvo, þrjá leikmenn sem óttast ekkert. Chris bættist í hópinn og setti niður vítin sem hann átti að setja niður. LeBron og Dwyane voru í basli stærsta hluta leiksins en þeir settu síðan niður mikilvæg skot í lokin," sagði Pat Riley, forseti Miami en það var einmitt hann sem sá til þess að Miami fékk þá LeBron James og Chris Bosh til að spila með Dwyane Wade.LeBron James og Dwyane Wade.Mynd/APLeBron James skoraði 28 stig í leiknum og Dwyane Wade var með 21 stig. James var auk þess með 11 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot. Chris Bosh var síðan með 20 stig og 10 fráköst en fyrir utan þríeykið var Mike Miller stigahæstur með 7 stig. Bulls-liðið burstaði fyrsta leikinn en Miami svaraði með því að vinna fjóra leiki í röð. Þetta voru allt jafnir leikir þar sem liðið sem gat ekki klárað slíka leiki í deildarkeppninni er búið að tileinka sér þá list betur en flestir í úrslitakeppninni. „Við þurftum að komast í gegnum mikið mótlæti. Þessi slæmi kafli í mars þar sem við töpuðu fimm jöfnum leikjum í röð hjálpaði okkur á endanum. Eins sársaukafullt og það var þá þurftum við að fara í gegnum þann eld saman til að ná upp sjálfstrausti fyrir úrslitakeppnina," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Erik Spoelstra, þjálfari Miami, með bikarinn.Mynd/APDerrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 25 stig en hann kenndi sjálfum sér um í lokin. Rose hitti aðeins úr 9 af 29 skotum sínum, braut á Wade í þriggja stiga skoti í lokin sem gaf Miami fjögur stig á einu bretti og klikkaði síðan á víti 26,7 sekúndum fyrir leikslok þegar hann gat jafnað leikinn. „Í lokin þá er það ég sem fór með þetta hjá okkur. Tapaðir boltar, misheppnuð skot og villur. Þetta kláraði seríuna," sagði Derrick Rose.Mynd/AP„Allir þessir leikir réðustu ekki fyrr en í lokin. Við vorum með forystuna í kvöld en tókst ekki að haldast á henni. Vonandi getum við lært af því að haldið áfram. Þessi reynsla ætti að ýta okkur út í að reyna að gera enn betur á næsta tímabili," sagði Thibodeau, þjálfari Chicago. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1995 þar sem lið fór áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í seríunni með meira en 20 stigum. Phoenix tókst það árið 1995 en síðan höfðu 23 lið dottið úr keppni áður en Miami svaraði stórtapinu í fyrsta leik með því að vinna fjóra leiki í röð og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Fyrsti leikur lokaúrslitanna á milli Dallas og Miami fer fram í Miami þriðjudaginn 31. maí næstkomandi. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. Miami vann leikinn í nótt 83-80 þökk sé frábærum 18-3 endaspretti þar sem liðið vann upp tólf stiga forskot Chicago og tryggði sér sigurinn. LeBron James og Dwyane Wade skoruðu báðir átta stig á þessum þremur síðustu mínútum leiksins en það leit út fyrir að Bulls-liðið væri búið að tryggja sér annan leik þegar liðið var 77-65 yfir og aðeins um þrjár mínútur eftir. „Þið sjáið að við höfum tvo, þrjá leikmenn sem óttast ekkert. Chris bættist í hópinn og setti niður vítin sem hann átti að setja niður. LeBron og Dwyane voru í basli stærsta hluta leiksins en þeir settu síðan niður mikilvæg skot í lokin," sagði Pat Riley, forseti Miami en það var einmitt hann sem sá til þess að Miami fékk þá LeBron James og Chris Bosh til að spila með Dwyane Wade.LeBron James og Dwyane Wade.Mynd/APLeBron James skoraði 28 stig í leiknum og Dwyane Wade var með 21 stig. James var auk þess með 11 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot. Chris Bosh var síðan með 20 stig og 10 fráköst en fyrir utan þríeykið var Mike Miller stigahæstur með 7 stig. Bulls-liðið burstaði fyrsta leikinn en Miami svaraði með því að vinna fjóra leiki í röð. Þetta voru allt jafnir leikir þar sem liðið sem gat ekki klárað slíka leiki í deildarkeppninni er búið að tileinka sér þá list betur en flestir í úrslitakeppninni. „Við þurftum að komast í gegnum mikið mótlæti. Þessi slæmi kafli í mars þar sem við töpuðu fimm jöfnum leikjum í röð hjálpaði okkur á endanum. Eins sársaukafullt og það var þá þurftum við að fara í gegnum þann eld saman til að ná upp sjálfstrausti fyrir úrslitakeppnina," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Erik Spoelstra, þjálfari Miami, með bikarinn.Mynd/APDerrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 25 stig en hann kenndi sjálfum sér um í lokin. Rose hitti aðeins úr 9 af 29 skotum sínum, braut á Wade í þriggja stiga skoti í lokin sem gaf Miami fjögur stig á einu bretti og klikkaði síðan á víti 26,7 sekúndum fyrir leikslok þegar hann gat jafnað leikinn. „Í lokin þá er það ég sem fór með þetta hjá okkur. Tapaðir boltar, misheppnuð skot og villur. Þetta kláraði seríuna," sagði Derrick Rose.Mynd/AP„Allir þessir leikir réðustu ekki fyrr en í lokin. Við vorum með forystuna í kvöld en tókst ekki að haldast á henni. Vonandi getum við lært af því að haldið áfram. Þessi reynsla ætti að ýta okkur út í að reyna að gera enn betur á næsta tímabili," sagði Thibodeau, þjálfari Chicago. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1995 þar sem lið fór áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í seríunni með meira en 20 stigum. Phoenix tókst það árið 1995 en síðan höfðu 23 lið dottið úr keppni áður en Miami svaraði stórtapinu í fyrsta leik með því að vinna fjóra leiki í röð og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Fyrsti leikur lokaúrslitanna á milli Dallas og Miami fer fram í Miami þriðjudaginn 31. maí næstkomandi.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum