Ingólfur gaf FME rangar upplýsingar um sjálfan sig Erla Hlynsdóttir skrifar 27. maí 2011 10:19 Fjármálaeftirlitið lítur svo á að Ingólfur Guðmundsson hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni sem stjórnarformaður Íslenska lífeyrissjóðsins þegar hann lét hjá að líða að fylgjast með ráðstöfun eigna sjóðsins á árinu 2008 og bregðast við með viðeigandi hætti þegar fjárfestingar sjóðsins voru langt umfram lagaheimildir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gagnsæistilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu þar sem birtur er rökstuðningur fyrir því að Ingólfur var ekki metinn hæfur til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Fjármálaeftirlitið ákvað á sínum tíma að birta ekki gagnsæistilkynningu um ákvörðunina vegna rannsóknarhagsmuna hjá sérstökum saksóknara. Það er hins vegar gert nú vegna ítrekaðrar fjölmiðlaumfjöllunar um mál hans, og þeirrar staðreyndar að hann hefur höfðað dómsmál til ógildingar ákvörðuninni. Lögmaður Ingólfs í málaferlunum er Jónas Fr. Jónasson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Samkvæmt gagnsæistilkynningunni gaf Ingólfur Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar í gögnum sem hann sendi eftirlitinu og áttu að liggja til grundvallar mati á hæfi hans til að gegna stöðu framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins, og er það ámælisvert að mati Fjármálaeftirlitsins. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins, þar með talinn Ingólfur sem þá var stjórnarformaður, hafi látið undir höfuð leggjast að afla samþykkis sjóðsfélaga við breytta fjárfestingarstefnu séreignarsparnaðarleiðarinnar Líf IV. Breytt fjárfestingarstefna var samþykkt á stjórnarfundi í apríl 2007 en breytingarnar ekki tilkynntar fjármálaráðherra eins og gert er ráð fyrir, en um verulegar breytingar var að ræða þar sem fjármunir voru færðir af innlánsreikningum yfir í umtalsvert áhættumeiri fjárfestingaleið. Ingólfur var ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga í febrúar 2010 með fyrirvara um að hann uppfyllti skilyrði um hæfi. Hæfismat Fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós að Ingólfur hefði gerst sekur um ámælisverð brot og því ekki forsvaranlegt að hann héldi stöðunni. Hann lét því af störfum í september á síðasta ári. Við mat á hæfi Ingólfs skoðaði Fjármálaeftirlitið feril Ingólfs, en hann sat í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá árinu 1995 til 2009, eða í 14 ár. Þá var hann stjórnarformaður síðustu 9 árin. Frá 1998 starfaði hann samhliða hjá Landsbanka Íslands sem framkvæmdastjóri einkabankasviðs, á árinu 2004 og fram að falli bankans 2008. Landsbanki Íslands er rekstraraðili Íslenska lífeyrissjóðsins. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Fjármálaeftirlitið lítur svo á að Ingólfur Guðmundsson hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni sem stjórnarformaður Íslenska lífeyrissjóðsins þegar hann lét hjá að líða að fylgjast með ráðstöfun eigna sjóðsins á árinu 2008 og bregðast við með viðeigandi hætti þegar fjárfestingar sjóðsins voru langt umfram lagaheimildir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gagnsæistilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu þar sem birtur er rökstuðningur fyrir því að Ingólfur var ekki metinn hæfur til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Fjármálaeftirlitið ákvað á sínum tíma að birta ekki gagnsæistilkynningu um ákvörðunina vegna rannsóknarhagsmuna hjá sérstökum saksóknara. Það er hins vegar gert nú vegna ítrekaðrar fjölmiðlaumfjöllunar um mál hans, og þeirrar staðreyndar að hann hefur höfðað dómsmál til ógildingar ákvörðuninni. Lögmaður Ingólfs í málaferlunum er Jónas Fr. Jónasson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Samkvæmt gagnsæistilkynningunni gaf Ingólfur Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar í gögnum sem hann sendi eftirlitinu og áttu að liggja til grundvallar mati á hæfi hans til að gegna stöðu framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins, og er það ámælisvert að mati Fjármálaeftirlitsins. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins, þar með talinn Ingólfur sem þá var stjórnarformaður, hafi látið undir höfuð leggjast að afla samþykkis sjóðsfélaga við breytta fjárfestingarstefnu séreignarsparnaðarleiðarinnar Líf IV. Breytt fjárfestingarstefna var samþykkt á stjórnarfundi í apríl 2007 en breytingarnar ekki tilkynntar fjármálaráðherra eins og gert er ráð fyrir, en um verulegar breytingar var að ræða þar sem fjármunir voru færðir af innlánsreikningum yfir í umtalsvert áhættumeiri fjárfestingaleið. Ingólfur var ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga í febrúar 2010 með fyrirvara um að hann uppfyllti skilyrði um hæfi. Hæfismat Fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós að Ingólfur hefði gerst sekur um ámælisverð brot og því ekki forsvaranlegt að hann héldi stöðunni. Hann lét því af störfum í september á síðasta ári. Við mat á hæfi Ingólfs skoðaði Fjármálaeftirlitið feril Ingólfs, en hann sat í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá árinu 1995 til 2009, eða í 14 ár. Þá var hann stjórnarformaður síðustu 9 árin. Frá 1998 starfaði hann samhliða hjá Landsbanka Íslands sem framkvæmdastjóri einkabankasviðs, á árinu 2004 og fram að falli bankans 2008. Landsbanki Íslands er rekstraraðili Íslenska lífeyrissjóðsins.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira