Viðskipti innlent

Viðskiptavinir taka þátt í stefnumótun

Helga Arnardóttir skrifar
Viðskiptavinir taka þátt í stefnumótun fyrir Íslandsbanka. Mynd/ Vilhelm.
Viðskiptavinir taka þátt í stefnumótun fyrir Íslandsbanka. Mynd/ Vilhelm.
Íslandsbanki hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða 140 viðskiptavinum sínum á fund til að taka þátt í stefnumótun bankans í dag. Verkefnastjóri Íslandsbanka segir mikilvægt að heyra álit þeirra og gagnrýni á starfseminni og þjónustu í því augnamiði að vinna traust almennings á bankakerfinu að nýju.

Íslandsbanki hefur haldið þrjá stefnumótunarfundi frá því nafni bankans var breytt. Um 650 starfsmenn um allt land taka þátt í þessum fundi sem haldinn er á Nordica. Þessi fundur verður með öðru sniði í dag því bankinn ákvað að breyta til og bjóða 140 viðskiptavinum til fundarins. Markmiðið er að fá þeirra álit og gagnrýni á þjónustu bankans.

„Okkur þykir frábært að fá tækifæri til að hlusta á viðskiptavininn um hvað honum finnst við gera vel, hvað við getum bætt og gert betur," segir Ásthildur Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Íslandsbanka.

Bankarnir hafa verið gagnrýndir verulega eftir efnahagshrunið. Telur Ásthildur að bankinn verði að byggja upp traust almennings að nýju?

„Já ég held að það eigi við um bankakerfið almennt og við í Íslandsbanka höfum unnið að því að byggja upp þetta traust. Við viljum stíga fram og hlusta á fólk og hvað það hefur að segja um starfsemina. Þannig að við getum reynt að gera það besta við þessar aðstæður," segir Ásthildur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×