NBA: New Orleans vann í Boston og Lakers marði Philadelphia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 11:00 Boston-maðurinn Paul Pierce var ekki sáttur með gang mála í nótt. Mynd/AP Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar þegar New Orleans Hornets vann 83-81 útisigur á Boston Celtics. Trevor Ariza jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu 94 sekúndum fyrir leikslok og David West skoraði 4 af 19 stigum sínum á lokakaflanum. Emeka Okafor var með 18 stig og 13 fráköst fyrir New Orleans sem hafði tapað 9 af 10 útileikjum og vann aðeins í þriðja sinn í sjö leikjum. Ray Allen var með 18 stig og Paul Pierce skoraði 12 stig en liðið lék án bæði Kevin Garnett og Rajon Rondo sem eru meiddir. Boston hefur tapað 3 af síðustu 4 leikjum sínum eftir 14 leikja sigurgöngu þar á undan. „Ég sagði strákunum eftir leikinn að ég væri ekki ánægður. Við áttum að vinna þennan leik," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston.Kobe Bryant.Mynd/APKobe Bryant skoraði 33 stig í 102-98 heimasigri Los Angeles Lakers á Philadelphia 76ers en meistararnir höfðu fyrir leikinn tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig og 8 fráköst og Lamar Odom kom með 18 stig inn af bekknum. Jrue Holiday var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Philadelphia og Lou Williams skoraði 18 stig. Monta Ellis skoraði 25 stig þegar Golden State Warriors vann 96-95 sigur á Charlotte Bobcats og varð fyrsta liðið til þess að vinna Charlotte undir stjórn Paul Silas. Stephen Curry var með 24 stig hjá Golden State en Stephen Jackson skoraði 22 stig fyrir Charlotte. Carlos Boozer var með 20 stig og 15 fráköst þegar Chicago Bulls vann 90-81 sigur á New Jersey Nets en Bulls-liðið er búið að vinna tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luol Deng og Derrick Rose voru báðir með 19 stig en Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 19 stig. Þetta var fjórði tapleikur New Jersey í röð.Mynd/APDanny Granger og Darren Collison voru báðir með 18 stig í léttum 95-86 sigri Indiana Pacers á Washington Wizards. Nýliðinn John Wall var með 25 stig fyrir Washington-liðið sem er búið að tapa öllum sextán útileikjum sínum á tímabilinu. Washington hafði unnið leik liðanna á heimavelli fyrir nokkrum dögum. Chase Budinger skoraði 22 stig af bekknum og Kevin Martin var með 20 stig þegar Houston Rockets vann 114-105 heimasigur á Toronto Raptors en Houston-liðið er búið að vinna átta af síðustu tíu leikjum sínum. Nýliðinn Patrick Patterson var með 15 stig og 10 fráköst hjá Houston. DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Toronto sem hefur tapað 10 af síðustu 13 leikjum sínum.Mynd/APKevin Durant skoraði 33 stig og setti niður fimm þrista þegar Oklahoma City Thunder vann 103-94 sigur á Atlanta Hawks.Russell Westbrook var með þrennu, 23 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en Atlanta-menn voru ekki sáttir með að hann þaut upp völlinn til þess að gefa tíu stoðsendinguna 6,9 sekúndum fyrir leikslok þegar leikurinn var búinn og venjan er að leyfa klukkunni að renna út. Jamal Crawford var með 26 stig fyrir Atlanta og Josh Smith skoraði 23 stig. Jared Dudley og Vince Carter voru báðir með 19 stig þegar Phoenix Suns vann 92-75 sigur á Detroit Pistons og endaði fjögurra leikja taphrinu sína. Phoenix gerði nánast út um leikinn í öðrum leikhlutanum. Ben Gordon var með 19 stig hjá Detoit.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APBoston Celtics-New Orleans Hornets 81-83 Charlotte Bobcats-Golden State Warriors 95-96 Indiana Pacers-Washington Wizards 95-86 Chicago Bulls-New Jersey Nets 90-81 Houston Rockets-Toronto Raptors 114-105 Oklahoma City Thunder-Atlanta Hawks 103-94 Phoenix Suns-Detroit Pistons 92-75 Los Angeles Lakers-Philadelphia 76ers 102-98 NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar þegar New Orleans Hornets vann 83-81 útisigur á Boston Celtics. Trevor Ariza jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu 94 sekúndum fyrir leikslok og David West skoraði 4 af 19 stigum sínum á lokakaflanum. Emeka Okafor var með 18 stig og 13 fráköst fyrir New Orleans sem hafði tapað 9 af 10 útileikjum og vann aðeins í þriðja sinn í sjö leikjum. Ray Allen var með 18 stig og Paul Pierce skoraði 12 stig en liðið lék án bæði Kevin Garnett og Rajon Rondo sem eru meiddir. Boston hefur tapað 3 af síðustu 4 leikjum sínum eftir 14 leikja sigurgöngu þar á undan. „Ég sagði strákunum eftir leikinn að ég væri ekki ánægður. Við áttum að vinna þennan leik," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston.Kobe Bryant.Mynd/APKobe Bryant skoraði 33 stig í 102-98 heimasigri Los Angeles Lakers á Philadelphia 76ers en meistararnir höfðu fyrir leikinn tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig og 8 fráköst og Lamar Odom kom með 18 stig inn af bekknum. Jrue Holiday var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Philadelphia og Lou Williams skoraði 18 stig. Monta Ellis skoraði 25 stig þegar Golden State Warriors vann 96-95 sigur á Charlotte Bobcats og varð fyrsta liðið til þess að vinna Charlotte undir stjórn Paul Silas. Stephen Curry var með 24 stig hjá Golden State en Stephen Jackson skoraði 22 stig fyrir Charlotte. Carlos Boozer var með 20 stig og 15 fráköst þegar Chicago Bulls vann 90-81 sigur á New Jersey Nets en Bulls-liðið er búið að vinna tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luol Deng og Derrick Rose voru báðir með 19 stig en Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 19 stig. Þetta var fjórði tapleikur New Jersey í röð.Mynd/APDanny Granger og Darren Collison voru báðir með 18 stig í léttum 95-86 sigri Indiana Pacers á Washington Wizards. Nýliðinn John Wall var með 25 stig fyrir Washington-liðið sem er búið að tapa öllum sextán útileikjum sínum á tímabilinu. Washington hafði unnið leik liðanna á heimavelli fyrir nokkrum dögum. Chase Budinger skoraði 22 stig af bekknum og Kevin Martin var með 20 stig þegar Houston Rockets vann 114-105 heimasigur á Toronto Raptors en Houston-liðið er búið að vinna átta af síðustu tíu leikjum sínum. Nýliðinn Patrick Patterson var með 15 stig og 10 fráköst hjá Houston. DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Toronto sem hefur tapað 10 af síðustu 13 leikjum sínum.Mynd/APKevin Durant skoraði 33 stig og setti niður fimm þrista þegar Oklahoma City Thunder vann 103-94 sigur á Atlanta Hawks.Russell Westbrook var með þrennu, 23 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en Atlanta-menn voru ekki sáttir með að hann þaut upp völlinn til þess að gefa tíu stoðsendinguna 6,9 sekúndum fyrir leikslok þegar leikurinn var búinn og venjan er að leyfa klukkunni að renna út. Jamal Crawford var með 26 stig fyrir Atlanta og Josh Smith skoraði 23 stig. Jared Dudley og Vince Carter voru báðir með 19 stig þegar Phoenix Suns vann 92-75 sigur á Detroit Pistons og endaði fjögurra leikja taphrinu sína. Phoenix gerði nánast út um leikinn í öðrum leikhlutanum. Ben Gordon var með 19 stig hjá Detoit.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APBoston Celtics-New Orleans Hornets 81-83 Charlotte Bobcats-Golden State Warriors 95-96 Indiana Pacers-Washington Wizards 95-86 Chicago Bulls-New Jersey Nets 90-81 Houston Rockets-Toronto Raptors 114-105 Oklahoma City Thunder-Atlanta Hawks 103-94 Phoenix Suns-Detroit Pistons 92-75 Los Angeles Lakers-Philadelphia 76ers 102-98
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira