NBA: New Orleans vann í Boston og Lakers marði Philadelphia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 11:00 Boston-maðurinn Paul Pierce var ekki sáttur með gang mála í nótt. Mynd/AP Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar þegar New Orleans Hornets vann 83-81 útisigur á Boston Celtics. Trevor Ariza jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu 94 sekúndum fyrir leikslok og David West skoraði 4 af 19 stigum sínum á lokakaflanum. Emeka Okafor var með 18 stig og 13 fráköst fyrir New Orleans sem hafði tapað 9 af 10 útileikjum og vann aðeins í þriðja sinn í sjö leikjum. Ray Allen var með 18 stig og Paul Pierce skoraði 12 stig en liðið lék án bæði Kevin Garnett og Rajon Rondo sem eru meiddir. Boston hefur tapað 3 af síðustu 4 leikjum sínum eftir 14 leikja sigurgöngu þar á undan. „Ég sagði strákunum eftir leikinn að ég væri ekki ánægður. Við áttum að vinna þennan leik," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston.Kobe Bryant.Mynd/APKobe Bryant skoraði 33 stig í 102-98 heimasigri Los Angeles Lakers á Philadelphia 76ers en meistararnir höfðu fyrir leikinn tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig og 8 fráköst og Lamar Odom kom með 18 stig inn af bekknum. Jrue Holiday var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Philadelphia og Lou Williams skoraði 18 stig. Monta Ellis skoraði 25 stig þegar Golden State Warriors vann 96-95 sigur á Charlotte Bobcats og varð fyrsta liðið til þess að vinna Charlotte undir stjórn Paul Silas. Stephen Curry var með 24 stig hjá Golden State en Stephen Jackson skoraði 22 stig fyrir Charlotte. Carlos Boozer var með 20 stig og 15 fráköst þegar Chicago Bulls vann 90-81 sigur á New Jersey Nets en Bulls-liðið er búið að vinna tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luol Deng og Derrick Rose voru báðir með 19 stig en Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 19 stig. Þetta var fjórði tapleikur New Jersey í röð.Mynd/APDanny Granger og Darren Collison voru báðir með 18 stig í léttum 95-86 sigri Indiana Pacers á Washington Wizards. Nýliðinn John Wall var með 25 stig fyrir Washington-liðið sem er búið að tapa öllum sextán útileikjum sínum á tímabilinu. Washington hafði unnið leik liðanna á heimavelli fyrir nokkrum dögum. Chase Budinger skoraði 22 stig af bekknum og Kevin Martin var með 20 stig þegar Houston Rockets vann 114-105 heimasigur á Toronto Raptors en Houston-liðið er búið að vinna átta af síðustu tíu leikjum sínum. Nýliðinn Patrick Patterson var með 15 stig og 10 fráköst hjá Houston. DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Toronto sem hefur tapað 10 af síðustu 13 leikjum sínum.Mynd/APKevin Durant skoraði 33 stig og setti niður fimm þrista þegar Oklahoma City Thunder vann 103-94 sigur á Atlanta Hawks.Russell Westbrook var með þrennu, 23 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en Atlanta-menn voru ekki sáttir með að hann þaut upp völlinn til þess að gefa tíu stoðsendinguna 6,9 sekúndum fyrir leikslok þegar leikurinn var búinn og venjan er að leyfa klukkunni að renna út. Jamal Crawford var með 26 stig fyrir Atlanta og Josh Smith skoraði 23 stig. Jared Dudley og Vince Carter voru báðir með 19 stig þegar Phoenix Suns vann 92-75 sigur á Detroit Pistons og endaði fjögurra leikja taphrinu sína. Phoenix gerði nánast út um leikinn í öðrum leikhlutanum. Ben Gordon var með 19 stig hjá Detoit.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APBoston Celtics-New Orleans Hornets 81-83 Charlotte Bobcats-Golden State Warriors 95-96 Indiana Pacers-Washington Wizards 95-86 Chicago Bulls-New Jersey Nets 90-81 Houston Rockets-Toronto Raptors 114-105 Oklahoma City Thunder-Atlanta Hawks 103-94 Phoenix Suns-Detroit Pistons 92-75 Los Angeles Lakers-Philadelphia 76ers 102-98 NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar þegar New Orleans Hornets vann 83-81 útisigur á Boston Celtics. Trevor Ariza jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu 94 sekúndum fyrir leikslok og David West skoraði 4 af 19 stigum sínum á lokakaflanum. Emeka Okafor var með 18 stig og 13 fráköst fyrir New Orleans sem hafði tapað 9 af 10 útileikjum og vann aðeins í þriðja sinn í sjö leikjum. Ray Allen var með 18 stig og Paul Pierce skoraði 12 stig en liðið lék án bæði Kevin Garnett og Rajon Rondo sem eru meiddir. Boston hefur tapað 3 af síðustu 4 leikjum sínum eftir 14 leikja sigurgöngu þar á undan. „Ég sagði strákunum eftir leikinn að ég væri ekki ánægður. Við áttum að vinna þennan leik," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston.Kobe Bryant.Mynd/APKobe Bryant skoraði 33 stig í 102-98 heimasigri Los Angeles Lakers á Philadelphia 76ers en meistararnir höfðu fyrir leikinn tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig og 8 fráköst og Lamar Odom kom með 18 stig inn af bekknum. Jrue Holiday var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Philadelphia og Lou Williams skoraði 18 stig. Monta Ellis skoraði 25 stig þegar Golden State Warriors vann 96-95 sigur á Charlotte Bobcats og varð fyrsta liðið til þess að vinna Charlotte undir stjórn Paul Silas. Stephen Curry var með 24 stig hjá Golden State en Stephen Jackson skoraði 22 stig fyrir Charlotte. Carlos Boozer var með 20 stig og 15 fráköst þegar Chicago Bulls vann 90-81 sigur á New Jersey Nets en Bulls-liðið er búið að vinna tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luol Deng og Derrick Rose voru báðir með 19 stig en Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 19 stig. Þetta var fjórði tapleikur New Jersey í röð.Mynd/APDanny Granger og Darren Collison voru báðir með 18 stig í léttum 95-86 sigri Indiana Pacers á Washington Wizards. Nýliðinn John Wall var með 25 stig fyrir Washington-liðið sem er búið að tapa öllum sextán útileikjum sínum á tímabilinu. Washington hafði unnið leik liðanna á heimavelli fyrir nokkrum dögum. Chase Budinger skoraði 22 stig af bekknum og Kevin Martin var með 20 stig þegar Houston Rockets vann 114-105 heimasigur á Toronto Raptors en Houston-liðið er búið að vinna átta af síðustu tíu leikjum sínum. Nýliðinn Patrick Patterson var með 15 stig og 10 fráköst hjá Houston. DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Toronto sem hefur tapað 10 af síðustu 13 leikjum sínum.Mynd/APKevin Durant skoraði 33 stig og setti niður fimm þrista þegar Oklahoma City Thunder vann 103-94 sigur á Atlanta Hawks.Russell Westbrook var með þrennu, 23 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en Atlanta-menn voru ekki sáttir með að hann þaut upp völlinn til þess að gefa tíu stoðsendinguna 6,9 sekúndum fyrir leikslok þegar leikurinn var búinn og venjan er að leyfa klukkunni að renna út. Jamal Crawford var með 26 stig fyrir Atlanta og Josh Smith skoraði 23 stig. Jared Dudley og Vince Carter voru báðir með 19 stig þegar Phoenix Suns vann 92-75 sigur á Detroit Pistons og endaði fjögurra leikja taphrinu sína. Phoenix gerði nánast út um leikinn í öðrum leikhlutanum. Ben Gordon var með 19 stig hjá Detoit.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APBoston Celtics-New Orleans Hornets 81-83 Charlotte Bobcats-Golden State Warriors 95-96 Indiana Pacers-Washington Wizards 95-86 Chicago Bulls-New Jersey Nets 90-81 Houston Rockets-Toronto Raptors 114-105 Oklahoma City Thunder-Atlanta Hawks 103-94 Phoenix Suns-Detroit Pistons 92-75 Los Angeles Lakers-Philadelphia 76ers 102-98
NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira