Viðskipti innlent

Hlutir í Icelandair hafa hækkað um 54% frá því fyrir jól

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group stendur nú í 3,85 kr. á hvern hlut. Það þýðir að gengi þeirra bréfa sem seld voru í hlutafjárútboði félagsins fyrir jól hefur hækkað um 54% en í útboðinu var hver hlutur seldur á genginu 2,5.

Fjallað er um málið á vefsíðu Viðskiptablaðsins. Þar segir að bréfin sem seld voru í útboðinu voru tekin til viðskipta á mánudaginn fyrir viku. Markaðsgengi félagsins var þá 3,1 þannig að hafi einhver selt bréfin sem hann keypti í útboðinu strax á fyrsta degi hefur viðkomandi þegar hagnast um 24%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×