NBA í nótt: Fimmta tap Miami í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2011 09:00 Chris Bosh klórar sér í hausnum í nótt. Mynd/AP Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð. Miami tapaði nú fyrir Portland, 105-96, á heimavelli þó svo að ofurstjörnurnar Dwyane Wade og LeBron James hafi skilað sínu. Wade skoraði 38 stig og James var með 31 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar í nótt. En það dugði ekki til og aðrir leikmenn í liðinu náðu sér illa á strik. Til að mynda skoruðu varamenn Portland samtals 41 stig í nótt en bekkurinn hjá Miami skilaði aðeins átta stigum. Þriðja „stjarnan" í þríeykinu svokallaða hjá Miami, Chris Bosh, nýtti aðeins þrjú af ellefu skotum sínum í leiknum og skoraði ekki nema sjö stig. Miami er aðeins tólfta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að vinna bæði tólf leiki í röð og tapa fimm leikjum í röð á sama tímabilinu. LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig fyrir Portland og Gerald Wallace 22. Brandon Roy og Andre Miller áttu einnig fínan leik og skiluðu báðir fjórtán stigum. Miami reyndi sitt besta til að ná undirtökunum í leiknum en varnarleikur Portland virtist snúast um að stöðva alla í liði Miami nema þá Wade og James. Það virkaði en á tæplega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði enginn í liði Miami stig nema Wade. Portland náði því að halda Miami í þokkalegri fjarlægð á lokamínútum og fagna góðum sigri. Það var alls áttundi sigur liðsins á útivelli í röð.LA Lakers vann Atlanta, 101-87. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum og komst þar með upp fyrir Moses Malone í sjötta sætið á lista stigahæstu leikmanna NBA-deildarinnar frá upphafi með 27.423 stig. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð sem mætir næst liði Miami á fimmtudagskvöldið.Philadelphia vann Indiana, 110-100. Thaddeus Young skoraði átján stig og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia.Milwaukee vann Washington, 95-76. Brandon Jennings skoraði 23 stig og Andrew Bogut var með fjórtán stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee.Golden State vann Cleveland, 95-85. Monta Ellis skoraði 24 stig en hann setti alls niður sex þrista í leiknum í nótt sem er persónulegt met. Stephen Curry bætti við 23 stigum.Phoenix vann Houston, 113-110. Hakim Warrick bætti persónulegt met með því að skora 32 stig í leiknum fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð. Miami tapaði nú fyrir Portland, 105-96, á heimavelli þó svo að ofurstjörnurnar Dwyane Wade og LeBron James hafi skilað sínu. Wade skoraði 38 stig og James var með 31 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar í nótt. En það dugði ekki til og aðrir leikmenn í liðinu náðu sér illa á strik. Til að mynda skoruðu varamenn Portland samtals 41 stig í nótt en bekkurinn hjá Miami skilaði aðeins átta stigum. Þriðja „stjarnan" í þríeykinu svokallaða hjá Miami, Chris Bosh, nýtti aðeins þrjú af ellefu skotum sínum í leiknum og skoraði ekki nema sjö stig. Miami er aðeins tólfta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að vinna bæði tólf leiki í röð og tapa fimm leikjum í röð á sama tímabilinu. LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig fyrir Portland og Gerald Wallace 22. Brandon Roy og Andre Miller áttu einnig fínan leik og skiluðu báðir fjórtán stigum. Miami reyndi sitt besta til að ná undirtökunum í leiknum en varnarleikur Portland virtist snúast um að stöðva alla í liði Miami nema þá Wade og James. Það virkaði en á tæplega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði enginn í liði Miami stig nema Wade. Portland náði því að halda Miami í þokkalegri fjarlægð á lokamínútum og fagna góðum sigri. Það var alls áttundi sigur liðsins á útivelli í röð.LA Lakers vann Atlanta, 101-87. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum og komst þar með upp fyrir Moses Malone í sjötta sætið á lista stigahæstu leikmanna NBA-deildarinnar frá upphafi með 27.423 stig. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð sem mætir næst liði Miami á fimmtudagskvöldið.Philadelphia vann Indiana, 110-100. Thaddeus Young skoraði átján stig og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia.Milwaukee vann Washington, 95-76. Brandon Jennings skoraði 23 stig og Andrew Bogut var með fjórtán stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee.Golden State vann Cleveland, 95-85. Monta Ellis skoraði 24 stig en hann setti alls niður sex þrista í leiknum í nótt sem er persónulegt met. Stephen Curry bætti við 23 stigum.Phoenix vann Houston, 113-110. Hakim Warrick bætti persónulegt met með því að skora 32 stig í leiknum fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira