Viðskipti innlent

Sala á Lenovo tölvubúnaði jókst um 60% í fyrra

Vörusala á tölvum og tæknibúnaði var yfir áætlunum hjá Nýherja á árinu 2010 og jókst sala mikið í flestum vöruflokkum miðað við árið á undan. Eftirspurn eftir Lenovo tölvubúnaði var mikil og jókst sala um 60% í íslenskum krónum miðað við árið á undan, að því er fram kemur í ársuppgjöri Nýherja.

Í tilkynningu segir að þá var umtalsverð aukning í sölu á IBM netþjónum, IBM gagnageymslulausnum og fjölnota prentbúnaði frá Canon á árinu.

Sala á neytendabúnaði, svo sem myndavélum frá Canon og sjónvörpum frá Sony, var yfir áætlunum hjá Sense, dótturfélagi Nýherja, en verðlækkun og stöðugar tækniframfarir á slíkum búnaði hafa aukið áhuga og eftirspurn neytenda. Einnig jókst eftirspurn eftir verkefnum á sviði hljóð- og myndlausna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×