Áfrýjun Íslandsbanka kemur lögmanni verulega á óvart 27. janúar 2011 12:23 Hróbjartur Jónatansson. Lögmaður stofnfjáreigenda í Byr sem fengu lán hjá Glitni til þess að auka við stofnfjáreign sína segir ljóst að fólk hafi verið blekkt og beinlínis leitt til slátrunar. Lögmaðurinn, Hróbjartur Jónatansson, segir það koma sér verulega á óvart að bankinn ætli að áfrýja fjórum dómum sem féllu í Héraðsdómi og vonar að bankinn endurskoði afstöðu sína. Málið snýst um fjóra dóma sem féllu í Héraðsómi í vikunni en Íslandsbanki tapaði þremur málanna en vann eitt. Í gær ákvað bankinn síðan að áfrýja öllum málunum til Hæstaréttar. Auk stofnfjáreigenda í Byr er einnig um að ræða stofnfjáreigendur í Sparisjóði Norðlendinga, og eru þetta rúmlega 400 manns í heildina. Hróbjartur er lögmaður hóps 50-60 storfnfjáreigenda í Byr og var með eitt málanna. Hann segir það koma sér verulega á óvart að bankinn hafi ákveðið áfrýja svo fljótt og greinilegt að menn hafi ekki gaumgæft þessa dóma neitt sérstaklega mikið, menn eigi þó auðvitað rétt á því að endurskoða niðurstöðu héraðsdóms. Það kemur honum hinsvegar verulega á óvart að bankinn skuli ákveða að gera það í þessu tilfelli. Hróbjartur segir það liggja fyrir að fólk hafi í raun verið leitt til slátrunar og að bankinn hafi beitt blekkingum. Ef bankinn vinni málið þá gerist það á lagatæknilegum forsendum. Lögmaðurinn segist hafa talið að nýr hugsunarháttur hafi verið innleiddur hér á landi eftir hrun en að svo viðist ekki vera hjá Íslandsbanka. Hann bætir því við að það komi þó ekki á óvart enda sé mestmegnis um sömu yfirstjórn að ræða hjá Íslandsbanka og stjórnaði Glitni á sínum tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ástæður þess að bankinn ákvað að áfrýja málunum aðallega þær að um prófmál sé að ræða sem mikilvægt sé að fá niðurstöðu í. Dómarar hafi ekki verið samhljóða og þar að auki gætu dómarnir haf fordæmisgildi fyrir aðra stofnfjáreigendur. Tengdar fréttir Stofnfjáreigendur anda léttar: Mamma svaf ekkert í nótt Stofnfjáreigandi í BYR ber ekki ábyrgð á lánum sem tekin voru til stofnfjáraukningar samkvæmt dómi Héraðsdóms í dag. Dómurinn segir lántakann hafa fengið villandi ráðgjöf og ónákvæmar upplýsingar frá Glitni sem lánaði fyrir kaupunum. Þungu fargi er létt af tæplega áttræðri konu og fjölskyldu hennar sem áður var gert að greiða 20 milljónir króna. 21. janúar 2011 19:50 Íslandsbanki áfrýjar í málum stofnfjáreigenda Íslandsbanki hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómunum fjórum sem féllu í héraðsdómi á dögunum og vörðuðu skuldamál stofnfjáreigenda í Byr og Sparisjóði Norðurlands sem höfðu fengið lán hjá Glitni til þess að auka við stofnfjáreign sína. Íslandsbanki tapaði þremur málanna og vann eitt, en öllum málunum verður áfrýjað. 26. janúar 2011 16:20 Stofnfjáreigandi í Byr þarf ekki að greiða Íslandsbanka Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Ólöfu Þórönnu Hannesdóttur stofnfjáreigenda í Byr beri ekki að endurgreiða Íslandsbanka tæpar 20 milljónir kr. vegna láns sem Ólöf fékk hjá Glitni á sínum tíma til að taka þátt í stofnfjáraukningu Byr árið 2007. 21. janúar 2011 14:22 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Lögmaður stofnfjáreigenda í Byr sem fengu lán hjá Glitni til þess að auka við stofnfjáreign sína segir ljóst að fólk hafi verið blekkt og beinlínis leitt til slátrunar. Lögmaðurinn, Hróbjartur Jónatansson, segir það koma sér verulega á óvart að bankinn ætli að áfrýja fjórum dómum sem féllu í Héraðsdómi og vonar að bankinn endurskoði afstöðu sína. Málið snýst um fjóra dóma sem féllu í Héraðsómi í vikunni en Íslandsbanki tapaði þremur málanna en vann eitt. Í gær ákvað bankinn síðan að áfrýja öllum málunum til Hæstaréttar. Auk stofnfjáreigenda í Byr er einnig um að ræða stofnfjáreigendur í Sparisjóði Norðlendinga, og eru þetta rúmlega 400 manns í heildina. Hróbjartur er lögmaður hóps 50-60 storfnfjáreigenda í Byr og var með eitt málanna. Hann segir það koma sér verulega á óvart að bankinn hafi ákveðið áfrýja svo fljótt og greinilegt að menn hafi ekki gaumgæft þessa dóma neitt sérstaklega mikið, menn eigi þó auðvitað rétt á því að endurskoða niðurstöðu héraðsdóms. Það kemur honum hinsvegar verulega á óvart að bankinn skuli ákveða að gera það í þessu tilfelli. Hróbjartur segir það liggja fyrir að fólk hafi í raun verið leitt til slátrunar og að bankinn hafi beitt blekkingum. Ef bankinn vinni málið þá gerist það á lagatæknilegum forsendum. Lögmaðurinn segist hafa talið að nýr hugsunarháttur hafi verið innleiddur hér á landi eftir hrun en að svo viðist ekki vera hjá Íslandsbanka. Hann bætir því við að það komi þó ekki á óvart enda sé mestmegnis um sömu yfirstjórn að ræða hjá Íslandsbanka og stjórnaði Glitni á sínum tíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ástæður þess að bankinn ákvað að áfrýja málunum aðallega þær að um prófmál sé að ræða sem mikilvægt sé að fá niðurstöðu í. Dómarar hafi ekki verið samhljóða og þar að auki gætu dómarnir haf fordæmisgildi fyrir aðra stofnfjáreigendur.
Tengdar fréttir Stofnfjáreigendur anda léttar: Mamma svaf ekkert í nótt Stofnfjáreigandi í BYR ber ekki ábyrgð á lánum sem tekin voru til stofnfjáraukningar samkvæmt dómi Héraðsdóms í dag. Dómurinn segir lántakann hafa fengið villandi ráðgjöf og ónákvæmar upplýsingar frá Glitni sem lánaði fyrir kaupunum. Þungu fargi er létt af tæplega áttræðri konu og fjölskyldu hennar sem áður var gert að greiða 20 milljónir króna. 21. janúar 2011 19:50 Íslandsbanki áfrýjar í málum stofnfjáreigenda Íslandsbanki hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómunum fjórum sem féllu í héraðsdómi á dögunum og vörðuðu skuldamál stofnfjáreigenda í Byr og Sparisjóði Norðurlands sem höfðu fengið lán hjá Glitni til þess að auka við stofnfjáreign sína. Íslandsbanki tapaði þremur málanna og vann eitt, en öllum málunum verður áfrýjað. 26. janúar 2011 16:20 Stofnfjáreigandi í Byr þarf ekki að greiða Íslandsbanka Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Ólöfu Þórönnu Hannesdóttur stofnfjáreigenda í Byr beri ekki að endurgreiða Íslandsbanka tæpar 20 milljónir kr. vegna láns sem Ólöf fékk hjá Glitni á sínum tíma til að taka þátt í stofnfjáraukningu Byr árið 2007. 21. janúar 2011 14:22 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Stofnfjáreigendur anda léttar: Mamma svaf ekkert í nótt Stofnfjáreigandi í BYR ber ekki ábyrgð á lánum sem tekin voru til stofnfjáraukningar samkvæmt dómi Héraðsdóms í dag. Dómurinn segir lántakann hafa fengið villandi ráðgjöf og ónákvæmar upplýsingar frá Glitni sem lánaði fyrir kaupunum. Þungu fargi er létt af tæplega áttræðri konu og fjölskyldu hennar sem áður var gert að greiða 20 milljónir króna. 21. janúar 2011 19:50
Íslandsbanki áfrýjar í málum stofnfjáreigenda Íslandsbanki hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómunum fjórum sem féllu í héraðsdómi á dögunum og vörðuðu skuldamál stofnfjáreigenda í Byr og Sparisjóði Norðurlands sem höfðu fengið lán hjá Glitni til þess að auka við stofnfjáreign sína. Íslandsbanki tapaði þremur málanna og vann eitt, en öllum málunum verður áfrýjað. 26. janúar 2011 16:20
Stofnfjáreigandi í Byr þarf ekki að greiða Íslandsbanka Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Ólöfu Þórönnu Hannesdóttur stofnfjáreigenda í Byr beri ekki að endurgreiða Íslandsbanka tæpar 20 milljónir kr. vegna láns sem Ólöf fékk hjá Glitni á sínum tíma til að taka þátt í stofnfjáraukningu Byr árið 2007. 21. janúar 2011 14:22