Viðskipti innlent

Verðbólgan er 1,9%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útsölur eru að líða undir lok. Mynd/ Daníel.
Útsölur eru að líða undir lok. Mynd/ Daníel.
Tólf mánaða verðbólga er 1,9% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,18% í febrúar, miðað við mánuðinn á undan. Vetrarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5% og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 2,5%.

Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,7%, aðallega vegna hærra markaðsverðs. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8%, fargjöld í utanlandsflugi um 15,1% og verð á bensíni og olíum hækkaði um 1,8%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×