Viðskipti innlent

Parlogis hlýtur ISO 9001 gæðavottun

Guðný Rósa Þorvarðardóttir  framkvæmdastjóri Parlogis, tók við viðurkenningarskjali frá Erni  Alexanderssyni, sérfræðingi hjá BSI á Íslandi.
Guðný Rósa Þorvarðardóttir framkvæmdastjóri Parlogis, tók við viðurkenningarskjali frá Erni Alexanderssyni, sérfræðingi hjá BSI á Íslandi.

Gæðastjórnunarkerfi Parlogis hefur hlotið alþjóðlega vottun samkvæmt ISO 9001 staðlinum og er Parlogis fyrsti dreifingaraðili lyfja til að hljóta faggilda ISO 9001 vottun hér á landi.

Í tilkynningu segir að meginhlutverk Parlogis er að þjónusta fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum með víðtækri vörustjórnun. Parlogis sér um daglega dreifingu í heilbrigðisstofnanir og apótek fyrir fjölmörg markaðsfyrirtæki sem sérhæfa sig í markaðssetningu á lyfjum, hjúkrunar-og rannsóknarvöru, snyrtivöru og annarri heilsutengdri vöru.

Parlogis tekur að auki á móti pöntunum frá viðskiptavinum og innheimtir fyrir seldar vörur auk þess að bjóða upp á aðstoð við birgðastýringu og innflutning.

British Standards Institution annaðist vottunarferlið hjá Parlogis en BSI er alþjóðlegur vottunaraðili með um 60.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum.

,,Vottun BSI er mikilvægur áfangi fyrir starfsemi Parlogis sem vinnur stöðugt að framþróun á þjónustu og gæðakerfi fyrirtækisins", segir Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri Parlogis. Framvegis munu sérfræðingar BSI gera árlegar úttektir á gæðakerfi Parlogis til að tryggja viðhald og áframhaldandi framþróun gæðakerfisins.

Að sögn Guðnýjar Rósu gera erlendir lyfjaframleiðendur sem nýta sér þjónustu Parlogis, reglulegar úttektir á fyrirtækinu sem miða að því að tryggja að kröfur lyfjaiðnaðarins um rekjaleika og meðferð vörunnar sé uppfyllt.

Í nýrri þjónustukönnun sem PWC framkvæmir fyrir Parlogis kemur fram að 98% viðskiptavina eru ánægðir með þjónustu fyrirtækisins og hefur ánægjan farið vaxandi undanfarin ár. Meðal helstu viðskiptavina eru apótek, spítalinn og heilsugæslustöðvar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×