Ungt fólk og áhrif þess Sindri Snær Einarsson skrifar 11. október 2011 06:00 Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? Í fyrsta sinn frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld er sú staða komin upp að sú kynslóð sem ala á land mun búa við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Vandamálin sem fylgja eru mörg og það á ekki að vera á höndum fárra að leysa. Því er mikilvægt að við stígum skref í átt að virkri lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíð sína jafnt og aðrir hagsmunahópar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatökum og umræðu um mikilvæg málefni. Þegar umræðan á sér stað um að hlúa þurfi að lýðræðinu er ungt fólk oft skilið útundan þrátt fyrir að það hafi sýnt sig að ungt fólk hefur mikinn áhuga á að nýta þau réttindi sem fyrir eru og hafa áhrif á samfélag sitt. Mikill kraftur hefur ávallt einkennt ungliðahreyfingar hvort sem það er innan stjórnmálaflokka eða vébanda æskulýðsfélaga. En nú síðustu ár hefur áhuginn minnkað og „sófa-kynslóðin“ er tekin við! Það má rekja til þess að nóg hefur verið um vinnu og lítið um hagsmunaárekstra í góðærinu. Stjórnvöld og stærstu hagsmunafélög landsins gerðu lítið sem ekkert til að hvetja ungt fólk til lýðræðislegrar þátttöku nema í velvöldum og skreyttum orðum. Það má glöggt sjá að algert stefnuleysi og upplýsingaskortur er þegar kemur að aldurshópnum 18 til 29 ára. Rannsóknir á högum ungs fólks sem Evrópusambandið vann fyrir gerð hvítbókar í málefnum ungs fólks (árið 2001) sýna að sá heimur sem blasir við ungu fólki í dag er flóknari en áður og þar af leiðandi er fólk t.d. seinna til að ljúka námi, hefja starfsferil og stofna til fjölskyldu. Þessari breyttu samfélagsgerð verða stjórnvöld að geta mætt og því er lykilatriði að efla allt hagsmunastarf ungs fólks og gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi má nefna að helstu hagsmunaaðilar verkalýðsins og atvinnulífs gætu tekið ASÍ sér til fyrirmyndar og stofnað ungmennaráð innan sinna vébanda og gefið þeim vægi í stefnumótun. Sveitarfélög, stofnanir, ráðuneyti og hverjir svo sem vinna á einhvern hátt að því að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í gætu gert hið sama án mikillar fyrirhafnar. Annað gott dæmi um jákvætt verkefni í að virkja ungt fólk til þátttöku er t.d. að umhverfisráðherra hefur óskað eftir þátttöku ungmennaráðs sveitarfélaganna í umhverfisþingi þar sem rædd verða umhverfismál og grunnur að lögum um náttúruvernd ræddur. Kemur það til vegna þess hve sérstakan blæ þátttaka ungmennanna setti á þingið fyrir tveimur árum, þar skapaðist mikilvægt samtal milli kynslóða. Það er klárt mál að taka verður á málefnum ungs fólks með heildarstefnu og framtíðarsýn rétt eins og nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er brot á réttindum ungs fólks að vera útilokað frá umræðum um framtíð og lög landsins. Einnig ættum við að spyrja okkur hvers vegna ungt fólk ætti að hafa traust til þess samfélags sem gefur því ekki kost á að taka þátt. Traust og þátttaka er lykilþáttur í lýðræðinu. Munum svo að unga fólkið er það sem mun alltaf koma til með að erfa landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp? Í fyrsta sinn frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld er sú staða komin upp að sú kynslóð sem ala á land mun búa við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Vandamálin sem fylgja eru mörg og það á ekki að vera á höndum fárra að leysa. Því er mikilvægt að við stígum skref í átt að virkri lýðræðislegri þátttöku ungs fólks. Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíð sína jafnt og aðrir hagsmunahópar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatökum og umræðu um mikilvæg málefni. Þegar umræðan á sér stað um að hlúa þurfi að lýðræðinu er ungt fólk oft skilið útundan þrátt fyrir að það hafi sýnt sig að ungt fólk hefur mikinn áhuga á að nýta þau réttindi sem fyrir eru og hafa áhrif á samfélag sitt. Mikill kraftur hefur ávallt einkennt ungliðahreyfingar hvort sem það er innan stjórnmálaflokka eða vébanda æskulýðsfélaga. En nú síðustu ár hefur áhuginn minnkað og „sófa-kynslóðin“ er tekin við! Það má rekja til þess að nóg hefur verið um vinnu og lítið um hagsmunaárekstra í góðærinu. Stjórnvöld og stærstu hagsmunafélög landsins gerðu lítið sem ekkert til að hvetja ungt fólk til lýðræðislegrar þátttöku nema í velvöldum og skreyttum orðum. Það má glöggt sjá að algert stefnuleysi og upplýsingaskortur er þegar kemur að aldurshópnum 18 til 29 ára. Rannsóknir á högum ungs fólks sem Evrópusambandið vann fyrir gerð hvítbókar í málefnum ungs fólks (árið 2001) sýna að sá heimur sem blasir við ungu fólki í dag er flóknari en áður og þar af leiðandi er fólk t.d. seinna til að ljúka námi, hefja starfsferil og stofna til fjölskyldu. Þessari breyttu samfélagsgerð verða stjórnvöld að geta mætt og því er lykilatriði að efla allt hagsmunastarf ungs fólks og gefa ungu fólki tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sem dæmi má nefna að helstu hagsmunaaðilar verkalýðsins og atvinnulífs gætu tekið ASÍ sér til fyrirmyndar og stofnað ungmennaráð innan sinna vébanda og gefið þeim vægi í stefnumótun. Sveitarfélög, stofnanir, ráðuneyti og hverjir svo sem vinna á einhvern hátt að því að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í gætu gert hið sama án mikillar fyrirhafnar. Annað gott dæmi um jákvætt verkefni í að virkja ungt fólk til þátttöku er t.d. að umhverfisráðherra hefur óskað eftir þátttöku ungmennaráðs sveitarfélaganna í umhverfisþingi þar sem rædd verða umhverfismál og grunnur að lögum um náttúruvernd ræddur. Kemur það til vegna þess hve sérstakan blæ þátttaka ungmennanna setti á þingið fyrir tveimur árum, þar skapaðist mikilvægt samtal milli kynslóða. Það er klárt mál að taka verður á málefnum ungs fólks með heildarstefnu og framtíðarsýn rétt eins og nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er brot á réttindum ungs fólks að vera útilokað frá umræðum um framtíð og lög landsins. Einnig ættum við að spyrja okkur hvers vegna ungt fólk ætti að hafa traust til þess samfélags sem gefur því ekki kost á að taka þátt. Traust og þátttaka er lykilþáttur í lýðræðinu. Munum svo að unga fólkið er það sem mun alltaf koma til með að erfa landið.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar