Jöklafólkvang eða virkjun? Þorlákur Axel Jónsson skrifar 3. mars 2011 06:00 Fallorka heitir félag í eigu Akureyrarbæjar sem sinnir rafmagnsframleiðslu og raforkusölu sem áður var hjá Norðurorku. Breið samstaða hefur ríkt meðal Akureyringa um að Glerárdal beri að vernda. Fallorka rýfur nú þann frið. Eitt er að Fallorka láti sér detta í hug að að leggja Glerá í holræsi og þurrka upp Glerárgil ofan Réttarhvamms, að eyðileggja friðlýstar náttúruminjar sem njóta verndar aðalskipulags og eru á Náttúruminjaskrá, að ráðast inn í náttúruvættið með jarðýtum og skurðgröfum, að breyta útivistarsvæði í iðnaðarlóð, að vera óvitandi um lífsgæðin sem felast í tækifærum okkar til að upplifa einstaka náttúru í bæjarlandinu – annað er að ætla að fá leyfi til slíkra framkvæmda á þeim forsendum sem Fallorka leggur upp með. Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku heldur því fram í bréfi sem lagt var fram í bæjarráði Akureyrar 17. feb. sl. að bæjarbúar muni fá ódýrara rafmagn verði friðlýsingu aflétt og virkjunin heimiluð. Talað er um að með aukinni eigin framleiðslu og minni kaupum félagsins á rafmagni á heildsölumarkaði muni "viðskiptavinir þess (einkum Akureyringar) njóta góðs af." Stæðist það raforkulög að nota hagnað af nýrri virkjun til þess að niðurgreiða rafmagn tiltekinna viðskiptavina Fallorku? Í tilskrifi Fallorku er talað um að stíflan verði "ekki há" og ekki verði lón "til vatnsöflunar" en það verður stífla og það verður lón. Ekkert kemur fram um stærð þeirra mannvirkja annað en að stífla, inntaksmannvirki, jöfnunarþró og vegagerð kosti 35 milljónir. Er þetta trúleg kostnaðaráætlun? Viðgerðir kostuðu Fallorku að eigin sögn 200 milljónir þegar stífla brast hjá þeim í Djúpadal fyrir fáum árum og skemmdi virkjun. Verkfræðistofa Norðurlands tók saman minnisblað fyrir Fallorku sem var lagt fram í bæjarráði og byggir það á lokaritgerð Skírnis Sigurbjörnssonar við auðlindasvið Háskólans á Akureyri frá 2007 um "Frummat á virkjun Glerár". Lónið sem Skrínir teiknar inn á yfirlitsmynd af mannvirkjunum er horfið í endurgerð VN sem var lögð fyrir bæjarráð. Hver er skýringin á því? Skírnir skrifar um þann möguleika að miðla vatnsrennslinu í Glerá yfir árið og minnka þannig sveifluna í framleiðslunni. "Miðlunin mundi væntanlega auka arðsemi virkjunarinnar mjög mikið" skrifar Skírnir og heldur áfram: "Miðlunin þyrfti ekki að vera mikil þó meiri miðlun sé hagkvæmari." Eigi peningasjónarmið Fallorku að ráða því að vatninu sé veitt úr Glerárgili, hvers vegna skyldi peningasjónarmið ekki kalla á hærri stíflu og miðlunarlón þegar virkjunin verður komin á sinn stað? Fallorka á ekkert eigið fé en kynnir 80% lán frá viðskiptabanka sínum. Bankinn afskrifaði 247 milljóna skuld á síðasta ári. Fallorka leggur fram hugmyndir um viðskiptahætti sem varla standast lög, kynnir fráleita kostnaðaráætlun og leynir áformum sínum með ófullburða gögnum. Á síðasta ári var samskonar erindi frá Fallorku um afnám friðlýsingar hafnað af bæjaryfirvöldum. Bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lét blekkjast á fundinum 17. feb. og fagnaði áformum Fallorku með bókun. Eru hagsmunir viðskiptabanka Fallorku svo mikilvægir að við ákveðum umræðulaust að hverfa frá grundvallarstefnu um verndun Glerárdals? Bæjarráði ber að hafna erindinu. Enn streymir Glerá frjáls í gljúfrinu sínu, enn er hægt að bjarga fossum, skútum og skessukötlum. Enn getum við skilað afkomendunum jöklafólkvangi á Glerárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fallorka heitir félag í eigu Akureyrarbæjar sem sinnir rafmagnsframleiðslu og raforkusölu sem áður var hjá Norðurorku. Breið samstaða hefur ríkt meðal Akureyringa um að Glerárdal beri að vernda. Fallorka rýfur nú þann frið. Eitt er að Fallorka láti sér detta í hug að að leggja Glerá í holræsi og þurrka upp Glerárgil ofan Réttarhvamms, að eyðileggja friðlýstar náttúruminjar sem njóta verndar aðalskipulags og eru á Náttúruminjaskrá, að ráðast inn í náttúruvættið með jarðýtum og skurðgröfum, að breyta útivistarsvæði í iðnaðarlóð, að vera óvitandi um lífsgæðin sem felast í tækifærum okkar til að upplifa einstaka náttúru í bæjarlandinu – annað er að ætla að fá leyfi til slíkra framkvæmda á þeim forsendum sem Fallorka leggur upp með. Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku heldur því fram í bréfi sem lagt var fram í bæjarráði Akureyrar 17. feb. sl. að bæjarbúar muni fá ódýrara rafmagn verði friðlýsingu aflétt og virkjunin heimiluð. Talað er um að með aukinni eigin framleiðslu og minni kaupum félagsins á rafmagni á heildsölumarkaði muni "viðskiptavinir þess (einkum Akureyringar) njóta góðs af." Stæðist það raforkulög að nota hagnað af nýrri virkjun til þess að niðurgreiða rafmagn tiltekinna viðskiptavina Fallorku? Í tilskrifi Fallorku er talað um að stíflan verði "ekki há" og ekki verði lón "til vatnsöflunar" en það verður stífla og það verður lón. Ekkert kemur fram um stærð þeirra mannvirkja annað en að stífla, inntaksmannvirki, jöfnunarþró og vegagerð kosti 35 milljónir. Er þetta trúleg kostnaðaráætlun? Viðgerðir kostuðu Fallorku að eigin sögn 200 milljónir þegar stífla brast hjá þeim í Djúpadal fyrir fáum árum og skemmdi virkjun. Verkfræðistofa Norðurlands tók saman minnisblað fyrir Fallorku sem var lagt fram í bæjarráði og byggir það á lokaritgerð Skírnis Sigurbjörnssonar við auðlindasvið Háskólans á Akureyri frá 2007 um "Frummat á virkjun Glerár". Lónið sem Skrínir teiknar inn á yfirlitsmynd af mannvirkjunum er horfið í endurgerð VN sem var lögð fyrir bæjarráð. Hver er skýringin á því? Skírnir skrifar um þann möguleika að miðla vatnsrennslinu í Glerá yfir árið og minnka þannig sveifluna í framleiðslunni. "Miðlunin mundi væntanlega auka arðsemi virkjunarinnar mjög mikið" skrifar Skírnir og heldur áfram: "Miðlunin þyrfti ekki að vera mikil þó meiri miðlun sé hagkvæmari." Eigi peningasjónarmið Fallorku að ráða því að vatninu sé veitt úr Glerárgili, hvers vegna skyldi peningasjónarmið ekki kalla á hærri stíflu og miðlunarlón þegar virkjunin verður komin á sinn stað? Fallorka á ekkert eigið fé en kynnir 80% lán frá viðskiptabanka sínum. Bankinn afskrifaði 247 milljóna skuld á síðasta ári. Fallorka leggur fram hugmyndir um viðskiptahætti sem varla standast lög, kynnir fráleita kostnaðaráætlun og leynir áformum sínum með ófullburða gögnum. Á síðasta ári var samskonar erindi frá Fallorku um afnám friðlýsingar hafnað af bæjaryfirvöldum. Bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lét blekkjast á fundinum 17. feb. og fagnaði áformum Fallorku með bókun. Eru hagsmunir viðskiptabanka Fallorku svo mikilvægir að við ákveðum umræðulaust að hverfa frá grundvallarstefnu um verndun Glerárdals? Bæjarráði ber að hafna erindinu. Enn streymir Glerá frjáls í gljúfrinu sínu, enn er hægt að bjarga fossum, skútum og skessukötlum. Enn getum við skilað afkomendunum jöklafólkvangi á Glerárdal.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun