Jöklafólkvang eða virkjun? Þorlákur Axel Jónsson skrifar 3. mars 2011 06:00 Fallorka heitir félag í eigu Akureyrarbæjar sem sinnir rafmagnsframleiðslu og raforkusölu sem áður var hjá Norðurorku. Breið samstaða hefur ríkt meðal Akureyringa um að Glerárdal beri að vernda. Fallorka rýfur nú þann frið. Eitt er að Fallorka láti sér detta í hug að að leggja Glerá í holræsi og þurrka upp Glerárgil ofan Réttarhvamms, að eyðileggja friðlýstar náttúruminjar sem njóta verndar aðalskipulags og eru á Náttúruminjaskrá, að ráðast inn í náttúruvættið með jarðýtum og skurðgröfum, að breyta útivistarsvæði í iðnaðarlóð, að vera óvitandi um lífsgæðin sem felast í tækifærum okkar til að upplifa einstaka náttúru í bæjarlandinu – annað er að ætla að fá leyfi til slíkra framkvæmda á þeim forsendum sem Fallorka leggur upp með. Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku heldur því fram í bréfi sem lagt var fram í bæjarráði Akureyrar 17. feb. sl. að bæjarbúar muni fá ódýrara rafmagn verði friðlýsingu aflétt og virkjunin heimiluð. Talað er um að með aukinni eigin framleiðslu og minni kaupum félagsins á rafmagni á heildsölumarkaði muni "viðskiptavinir þess (einkum Akureyringar) njóta góðs af." Stæðist það raforkulög að nota hagnað af nýrri virkjun til þess að niðurgreiða rafmagn tiltekinna viðskiptavina Fallorku? Í tilskrifi Fallorku er talað um að stíflan verði "ekki há" og ekki verði lón "til vatnsöflunar" en það verður stífla og það verður lón. Ekkert kemur fram um stærð þeirra mannvirkja annað en að stífla, inntaksmannvirki, jöfnunarþró og vegagerð kosti 35 milljónir. Er þetta trúleg kostnaðaráætlun? Viðgerðir kostuðu Fallorku að eigin sögn 200 milljónir þegar stífla brast hjá þeim í Djúpadal fyrir fáum árum og skemmdi virkjun. Verkfræðistofa Norðurlands tók saman minnisblað fyrir Fallorku sem var lagt fram í bæjarráði og byggir það á lokaritgerð Skírnis Sigurbjörnssonar við auðlindasvið Háskólans á Akureyri frá 2007 um "Frummat á virkjun Glerár". Lónið sem Skrínir teiknar inn á yfirlitsmynd af mannvirkjunum er horfið í endurgerð VN sem var lögð fyrir bæjarráð. Hver er skýringin á því? Skírnir skrifar um þann möguleika að miðla vatnsrennslinu í Glerá yfir árið og minnka þannig sveifluna í framleiðslunni. "Miðlunin mundi væntanlega auka arðsemi virkjunarinnar mjög mikið" skrifar Skírnir og heldur áfram: "Miðlunin þyrfti ekki að vera mikil þó meiri miðlun sé hagkvæmari." Eigi peningasjónarmið Fallorku að ráða því að vatninu sé veitt úr Glerárgili, hvers vegna skyldi peningasjónarmið ekki kalla á hærri stíflu og miðlunarlón þegar virkjunin verður komin á sinn stað? Fallorka á ekkert eigið fé en kynnir 80% lán frá viðskiptabanka sínum. Bankinn afskrifaði 247 milljóna skuld á síðasta ári. Fallorka leggur fram hugmyndir um viðskiptahætti sem varla standast lög, kynnir fráleita kostnaðaráætlun og leynir áformum sínum með ófullburða gögnum. Á síðasta ári var samskonar erindi frá Fallorku um afnám friðlýsingar hafnað af bæjaryfirvöldum. Bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lét blekkjast á fundinum 17. feb. og fagnaði áformum Fallorku með bókun. Eru hagsmunir viðskiptabanka Fallorku svo mikilvægir að við ákveðum umræðulaust að hverfa frá grundvallarstefnu um verndun Glerárdals? Bæjarráði ber að hafna erindinu. Enn streymir Glerá frjáls í gljúfrinu sínu, enn er hægt að bjarga fossum, skútum og skessukötlum. Enn getum við skilað afkomendunum jöklafólkvangi á Glerárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fallorka heitir félag í eigu Akureyrarbæjar sem sinnir rafmagnsframleiðslu og raforkusölu sem áður var hjá Norðurorku. Breið samstaða hefur ríkt meðal Akureyringa um að Glerárdal beri að vernda. Fallorka rýfur nú þann frið. Eitt er að Fallorka láti sér detta í hug að að leggja Glerá í holræsi og þurrka upp Glerárgil ofan Réttarhvamms, að eyðileggja friðlýstar náttúruminjar sem njóta verndar aðalskipulags og eru á Náttúruminjaskrá, að ráðast inn í náttúruvættið með jarðýtum og skurðgröfum, að breyta útivistarsvæði í iðnaðarlóð, að vera óvitandi um lífsgæðin sem felast í tækifærum okkar til að upplifa einstaka náttúru í bæjarlandinu – annað er að ætla að fá leyfi til slíkra framkvæmda á þeim forsendum sem Fallorka leggur upp með. Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku heldur því fram í bréfi sem lagt var fram í bæjarráði Akureyrar 17. feb. sl. að bæjarbúar muni fá ódýrara rafmagn verði friðlýsingu aflétt og virkjunin heimiluð. Talað er um að með aukinni eigin framleiðslu og minni kaupum félagsins á rafmagni á heildsölumarkaði muni "viðskiptavinir þess (einkum Akureyringar) njóta góðs af." Stæðist það raforkulög að nota hagnað af nýrri virkjun til þess að niðurgreiða rafmagn tiltekinna viðskiptavina Fallorku? Í tilskrifi Fallorku er talað um að stíflan verði "ekki há" og ekki verði lón "til vatnsöflunar" en það verður stífla og það verður lón. Ekkert kemur fram um stærð þeirra mannvirkja annað en að stífla, inntaksmannvirki, jöfnunarþró og vegagerð kosti 35 milljónir. Er þetta trúleg kostnaðaráætlun? Viðgerðir kostuðu Fallorku að eigin sögn 200 milljónir þegar stífla brast hjá þeim í Djúpadal fyrir fáum árum og skemmdi virkjun. Verkfræðistofa Norðurlands tók saman minnisblað fyrir Fallorku sem var lagt fram í bæjarráði og byggir það á lokaritgerð Skírnis Sigurbjörnssonar við auðlindasvið Háskólans á Akureyri frá 2007 um "Frummat á virkjun Glerár". Lónið sem Skrínir teiknar inn á yfirlitsmynd af mannvirkjunum er horfið í endurgerð VN sem var lögð fyrir bæjarráð. Hver er skýringin á því? Skírnir skrifar um þann möguleika að miðla vatnsrennslinu í Glerá yfir árið og minnka þannig sveifluna í framleiðslunni. "Miðlunin mundi væntanlega auka arðsemi virkjunarinnar mjög mikið" skrifar Skírnir og heldur áfram: "Miðlunin þyrfti ekki að vera mikil þó meiri miðlun sé hagkvæmari." Eigi peningasjónarmið Fallorku að ráða því að vatninu sé veitt úr Glerárgili, hvers vegna skyldi peningasjónarmið ekki kalla á hærri stíflu og miðlunarlón þegar virkjunin verður komin á sinn stað? Fallorka á ekkert eigið fé en kynnir 80% lán frá viðskiptabanka sínum. Bankinn afskrifaði 247 milljóna skuld á síðasta ári. Fallorka leggur fram hugmyndir um viðskiptahætti sem varla standast lög, kynnir fráleita kostnaðaráætlun og leynir áformum sínum með ófullburða gögnum. Á síðasta ári var samskonar erindi frá Fallorku um afnám friðlýsingar hafnað af bæjaryfirvöldum. Bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lét blekkjast á fundinum 17. feb. og fagnaði áformum Fallorku með bókun. Eru hagsmunir viðskiptabanka Fallorku svo mikilvægir að við ákveðum umræðulaust að hverfa frá grundvallarstefnu um verndun Glerárdals? Bæjarráði ber að hafna erindinu. Enn streymir Glerá frjáls í gljúfrinu sínu, enn er hægt að bjarga fossum, skútum og skessukötlum. Enn getum við skilað afkomendunum jöklafólkvangi á Glerárdal.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun