Sveitarfélög verðlögðu lóðir of hátt 13. janúar 2011 07:00 Baldur Þór Baldvinsson Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í góðærinu af fullum krafti í aðdraganda efnahagshrunsins. Lóðaverðið miðaðist við fjölda íbúða sem átti að vera í fasteignum á lóðinni og eru dæmi um að fjölbýlishúsalóð hafi verið seld með þessum hætti í nýju hverfi á um 400 milljónir króna. „Sveitarfélög verðlögðu lóðir með þessum hætti án útboða. Það skilaði sér í of háu íbúðaverði," segir Friðrik Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins. Hann vinnur að því að taka saman hvað hafi legið á bak við lóðaverðmat sveitarfélaga. Friðrik þekkir dæmi þess að sveitarfélag hafi miðað verð lóða við allt frá 1,8 milljónum króna til fjögurra milljóna á hverja íbúð sem fyrirhugað var að reisa á lóð í nýju hverfi árið 2007. Heildarlóðaverð gat, miðað við þetta, hæglega farið yfir nokkur hundruð milljónir króna. Lóðir á Rúmlega hálfan milljarð króna Þrjár lóðir með engu á í landi Úlfarsfells voru metnar á 530 milljónir króna í bókum byggingafélagsins Innova í lok árs 2007. Engar fasteignir eru á lóðunum. Til stóð að reisa þar fjölbýlishús. Fréttablaðið/Vilhelm Áhrif þessa koma skýrt fram í efnahagsreikningi byggingaverktaka. Heildarvirði verka Innova, eins af umsvifamestu byggingafélögum landsins árið 2007 og Fréttablaðið fjallaði um á mánudag, nam tæpum 11,6 milljörðum króna. Enn í dag eru engin mannvirki á lóðum sem félagið mat á 5,8 milljarða króna. Þrjár fjölbýlishúsalóðir fyrirtækisins voru metnar á rúmar 530 milljónir króna og miðaði verðið við það sem stjórnendur fyrirtækisins gerðu sér vonir um að fá fyrir fasteignina fullbyggða með áföllnum kostnaði. Fasteignamat lóðanna í dag er um 100 milljónir króna. Baldur Þór Baldvinsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, segir vel í lagt í verðmati stjórnenda Innova en viðurkennir að lóðaverð og fjármagnskostnaður hafi valdið því að íbúðaverð hér hafi þegar verst var á árunum fyrir efnahagshrunið þurft að vera mjög hátt til að skila verktökum hagnaði. VBS fjárfestingarbanki, viðskiptabanki Innova, tók virkan þátt í fjárfestingum með félaginu og lánaði í samræmi við virði eigna í ársreikningi. Bankinn afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána árið 2009. Útlán bankans voru að mestu til fasteignaverkefna. VBS fékk Innova í fangið haustið 2008 og fór bankinn í þrot um hálfu ári síðar. jonab@frettabladid.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í góðærinu af fullum krafti í aðdraganda efnahagshrunsins. Lóðaverðið miðaðist við fjölda íbúða sem átti að vera í fasteignum á lóðinni og eru dæmi um að fjölbýlishúsalóð hafi verið seld með þessum hætti í nýju hverfi á um 400 milljónir króna. „Sveitarfélög verðlögðu lóðir með þessum hætti án útboða. Það skilaði sér í of háu íbúðaverði," segir Friðrik Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins. Hann vinnur að því að taka saman hvað hafi legið á bak við lóðaverðmat sveitarfélaga. Friðrik þekkir dæmi þess að sveitarfélag hafi miðað verð lóða við allt frá 1,8 milljónum króna til fjögurra milljóna á hverja íbúð sem fyrirhugað var að reisa á lóð í nýju hverfi árið 2007. Heildarlóðaverð gat, miðað við þetta, hæglega farið yfir nokkur hundruð milljónir króna. Lóðir á Rúmlega hálfan milljarð króna Þrjár lóðir með engu á í landi Úlfarsfells voru metnar á 530 milljónir króna í bókum byggingafélagsins Innova í lok árs 2007. Engar fasteignir eru á lóðunum. Til stóð að reisa þar fjölbýlishús. Fréttablaðið/Vilhelm Áhrif þessa koma skýrt fram í efnahagsreikningi byggingaverktaka. Heildarvirði verka Innova, eins af umsvifamestu byggingafélögum landsins árið 2007 og Fréttablaðið fjallaði um á mánudag, nam tæpum 11,6 milljörðum króna. Enn í dag eru engin mannvirki á lóðum sem félagið mat á 5,8 milljarða króna. Þrjár fjölbýlishúsalóðir fyrirtækisins voru metnar á rúmar 530 milljónir króna og miðaði verðið við það sem stjórnendur fyrirtækisins gerðu sér vonir um að fá fyrir fasteignina fullbyggða með áföllnum kostnaði. Fasteignamat lóðanna í dag er um 100 milljónir króna. Baldur Þór Baldvinsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, segir vel í lagt í verðmati stjórnenda Innova en viðurkennir að lóðaverð og fjármagnskostnaður hafi valdið því að íbúðaverð hér hafi þegar verst var á árunum fyrir efnahagshrunið þurft að vera mjög hátt til að skila verktökum hagnaði. VBS fjárfestingarbanki, viðskiptabanki Innova, tók virkan þátt í fjárfestingum með félaginu og lánaði í samræmi við virði eigna í ársreikningi. Bankinn afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána árið 2009. Útlán bankans voru að mestu til fasteignaverkefna. VBS fékk Innova í fangið haustið 2008 og fór bankinn í þrot um hálfu ári síðar. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira