Sveitarfélög verðlögðu lóðir of hátt 13. janúar 2011 07:00 Baldur Þór Baldvinsson Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í góðærinu af fullum krafti í aðdraganda efnahagshrunsins. Lóðaverðið miðaðist við fjölda íbúða sem átti að vera í fasteignum á lóðinni og eru dæmi um að fjölbýlishúsalóð hafi verið seld með þessum hætti í nýju hverfi á um 400 milljónir króna. „Sveitarfélög verðlögðu lóðir með þessum hætti án útboða. Það skilaði sér í of háu íbúðaverði," segir Friðrik Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins. Hann vinnur að því að taka saman hvað hafi legið á bak við lóðaverðmat sveitarfélaga. Friðrik þekkir dæmi þess að sveitarfélag hafi miðað verð lóða við allt frá 1,8 milljónum króna til fjögurra milljóna á hverja íbúð sem fyrirhugað var að reisa á lóð í nýju hverfi árið 2007. Heildarlóðaverð gat, miðað við þetta, hæglega farið yfir nokkur hundruð milljónir króna. Lóðir á Rúmlega hálfan milljarð króna Þrjár lóðir með engu á í landi Úlfarsfells voru metnar á 530 milljónir króna í bókum byggingafélagsins Innova í lok árs 2007. Engar fasteignir eru á lóðunum. Til stóð að reisa þar fjölbýlishús. Fréttablaðið/Vilhelm Áhrif þessa koma skýrt fram í efnahagsreikningi byggingaverktaka. Heildarvirði verka Innova, eins af umsvifamestu byggingafélögum landsins árið 2007 og Fréttablaðið fjallaði um á mánudag, nam tæpum 11,6 milljörðum króna. Enn í dag eru engin mannvirki á lóðum sem félagið mat á 5,8 milljarða króna. Þrjár fjölbýlishúsalóðir fyrirtækisins voru metnar á rúmar 530 milljónir króna og miðaði verðið við það sem stjórnendur fyrirtækisins gerðu sér vonir um að fá fyrir fasteignina fullbyggða með áföllnum kostnaði. Fasteignamat lóðanna í dag er um 100 milljónir króna. Baldur Þór Baldvinsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, segir vel í lagt í verðmati stjórnenda Innova en viðurkennir að lóðaverð og fjármagnskostnaður hafi valdið því að íbúðaverð hér hafi þegar verst var á árunum fyrir efnahagshrunið þurft að vera mjög hátt til að skila verktökum hagnaði. VBS fjárfestingarbanki, viðskiptabanki Innova, tók virkan þátt í fjárfestingum með félaginu og lánaði í samræmi við virði eigna í ársreikningi. Bankinn afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána árið 2009. Útlán bankans voru að mestu til fasteignaverkefna. VBS fékk Innova í fangið haustið 2008 og fór bankinn í þrot um hálfu ári síðar. jonab@frettabladid.is Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í góðærinu af fullum krafti í aðdraganda efnahagshrunsins. Lóðaverðið miðaðist við fjölda íbúða sem átti að vera í fasteignum á lóðinni og eru dæmi um að fjölbýlishúsalóð hafi verið seld með þessum hætti í nýju hverfi á um 400 milljónir króna. „Sveitarfélög verðlögðu lóðir með þessum hætti án útboða. Það skilaði sér í of háu íbúðaverði," segir Friðrik Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins. Hann vinnur að því að taka saman hvað hafi legið á bak við lóðaverðmat sveitarfélaga. Friðrik þekkir dæmi þess að sveitarfélag hafi miðað verð lóða við allt frá 1,8 milljónum króna til fjögurra milljóna á hverja íbúð sem fyrirhugað var að reisa á lóð í nýju hverfi árið 2007. Heildarlóðaverð gat, miðað við þetta, hæglega farið yfir nokkur hundruð milljónir króna. Lóðir á Rúmlega hálfan milljarð króna Þrjár lóðir með engu á í landi Úlfarsfells voru metnar á 530 milljónir króna í bókum byggingafélagsins Innova í lok árs 2007. Engar fasteignir eru á lóðunum. Til stóð að reisa þar fjölbýlishús. Fréttablaðið/Vilhelm Áhrif þessa koma skýrt fram í efnahagsreikningi byggingaverktaka. Heildarvirði verka Innova, eins af umsvifamestu byggingafélögum landsins árið 2007 og Fréttablaðið fjallaði um á mánudag, nam tæpum 11,6 milljörðum króna. Enn í dag eru engin mannvirki á lóðum sem félagið mat á 5,8 milljarða króna. Þrjár fjölbýlishúsalóðir fyrirtækisins voru metnar á rúmar 530 milljónir króna og miðaði verðið við það sem stjórnendur fyrirtækisins gerðu sér vonir um að fá fyrir fasteignina fullbyggða með áföllnum kostnaði. Fasteignamat lóðanna í dag er um 100 milljónir króna. Baldur Þór Baldvinsson, formaður Meistarafélags húsasmiða, segir vel í lagt í verðmati stjórnenda Innova en viðurkennir að lóðaverð og fjármagnskostnaður hafi valdið því að íbúðaverð hér hafi þegar verst var á árunum fyrir efnahagshrunið þurft að vera mjög hátt til að skila verktökum hagnaði. VBS fjárfestingarbanki, viðskiptabanki Innova, tók virkan þátt í fjárfestingum með félaginu og lánaði í samræmi við virði eigna í ársreikningi. Bankinn afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána árið 2009. Útlán bankans voru að mestu til fasteignaverkefna. VBS fékk Innova í fangið haustið 2008 og fór bankinn í þrot um hálfu ári síðar. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur