Ný tíutomma í safnið Trausti Júlíusson skrifar 15. febrúar 2011 00:01 Heavy Experience. Tónlist The Heavy Experience með The Heavy Experience Þessi fyrsta plata hljómsveitarinnar Heavy Experience er um margt óvenjuleg. Í fyrsta lagi er þetta er tíu tommu vínylplata, en þær eru afar sjaldgæfar í seinni tíð. Tíutommurnar fengu alltaf sérstakan sess í plötusafninu á þeim tíma þegar vínyllinn var allsráðandi. Iður til fóta með Þey var t.d. tíutomma og Tórt verður til trallsins með Stuðmönnum. Í öðru lagi er þetta instrúmental rokkplata. Hún er tveggja laga, en samt hátt í tuttugu mínútur að lengd. The Heavy Experience er fimm manna sveit, skipuð tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommuleikara og saxófónleikara. Tónlistin er hæggeng, þung og innlifunarkennd. Lögin eru byggð upp í ákveðinn hápunkt og fjara svo rólega út aftur. Það er auðheyrt að menn eru ekkert að flýta sér að rumpa þeim af. Gítartónarnir dragast iðulega á langinn og fá að hljóma óáreittir svo að stundum verða úr hálfgerðar drunur. Saxófónninn leikur svo frjálslega yfir öllu saman og setur skemmtilegan svip á útkomuna. Eins og áður segir eru tvö lög á plötunni. Bæði góð, en það fyrra Bad Temper, Bloody Sun er sýnu betra. Snilldarlag. Hljómur plötunnar er fínn og skilar tónlistinni vel, þó að eflaust sé ennþá sterkari upplifun að heyra þessa tónlist á tónleikum. Á heildina litið flott frumsmíð frá hljómsveit sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Fín innlifun frá Heavy Experience. Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Segir sögur með timbri Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist The Heavy Experience með The Heavy Experience Þessi fyrsta plata hljómsveitarinnar Heavy Experience er um margt óvenjuleg. Í fyrsta lagi er þetta er tíu tommu vínylplata, en þær eru afar sjaldgæfar í seinni tíð. Tíutommurnar fengu alltaf sérstakan sess í plötusafninu á þeim tíma þegar vínyllinn var allsráðandi. Iður til fóta með Þey var t.d. tíutomma og Tórt verður til trallsins með Stuðmönnum. Í öðru lagi er þetta instrúmental rokkplata. Hún er tveggja laga, en samt hátt í tuttugu mínútur að lengd. The Heavy Experience er fimm manna sveit, skipuð tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommuleikara og saxófónleikara. Tónlistin er hæggeng, þung og innlifunarkennd. Lögin eru byggð upp í ákveðinn hápunkt og fjara svo rólega út aftur. Það er auðheyrt að menn eru ekkert að flýta sér að rumpa þeim af. Gítartónarnir dragast iðulega á langinn og fá að hljóma óáreittir svo að stundum verða úr hálfgerðar drunur. Saxófónninn leikur svo frjálslega yfir öllu saman og setur skemmtilegan svip á útkomuna. Eins og áður segir eru tvö lög á plötunni. Bæði góð, en það fyrra Bad Temper, Bloody Sun er sýnu betra. Snilldarlag. Hljómur plötunnar er fínn og skilar tónlistinni vel, þó að eflaust sé ennþá sterkari upplifun að heyra þessa tónlist á tónleikum. Á heildina litið flott frumsmíð frá hljómsveit sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Fín innlifun frá Heavy Experience.
Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Segir sögur með timbri Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira