Viðskipti innlent

Bifreiðaumboðið Hekla selt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búið er að ganga frá sölunni á Heklu.
Búið er að ganga frá sölunni á Heklu.
Arion banki hefur selt Friðberti Friðbertssyni og Franz Jeroski Heklu hf. Bifreiðarumboðið var auglýst til sölu þann 16. september síðastliðinn og bárust tólf tilboð bankanum. Fimm tilboðsgjafar héldu áfram í söluferlinu.

Hinn 27. desember síðastliðinn ákvað Arion banki í samstarfi við Volkswagen í Þýskalandi að ganga til formlegra samningaviðræðna við fyrrgreinda aðila. Þeim viðræðum er nú er lokið með undirritun samnings um kaup þeirra á Heklu. Jafnframt er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins lokið.

Gert er ráð fyrir að nýir eigendur taki við rekstri félagsins 9. febrúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×