Viðskipti innlent

AGS: Fimmta endurskoðunin í apríl

Áformað er að fimmta endurskoðunin á samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) verði í apríl n.k. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sendinefnd AGS á Íslandi.

Í tilkynningunni segir að hagur íslenska efnahagskerfisins fari batnandi og að á þessu ári muni hagvöxtur verða í fyrsta sinn frá hruninu. Verið sé að endurfjármagna sparisjóðina og aðrar fjármálastofnanir sem ekki teljist til banka. Opinbera og erlendar skuldir séu á niðurleið og styðjist sú þróun við afgang af vöruskiptum. Að draga úr miklu atvinnuleysi á landinu sé lykil áskorun til að takast á við.

Þá kemur fram að endurskipulagning fjármálageirans þokist áfram og nýlegar aðgerðir til að létta á skuldabyrðum heimila og fyrirtækja muni styrkja fjárhagslegan grundvöll þeirra.

Þá er einnig fjallað um gjaldeyrishöftin en hvað það varðar séu íslensk stjórnvöld enn að vinna að áætlun um afléttingu þeirra. Viðræður milli AGS og stjórnvalda hvað þetta varðar halda áfram á næstu vikum en ætlunin er að málið liggi fyrir þegar fimmta endurskoðunin á sér stað í apríl.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×