Viðskipti innlent

Endurreisn fjármálakerfisins vel á veg komin

Julie Kozack yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.
Julie Kozack yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stefnir að því að fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands verði í apríl. Nefndin hefur verið á Íslandi í vikunni til að undirbúa endurskoðunina. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Julie Kozack yfirmanni sendinefndarinnar í dag.

Kozack segir það ljóst að íslenska hagkerfið sé að taka við sér. Útlit sé fyrir hagvöxt í fyrsta sinn frá hruni en helsta verkefni stjórnvalda sé að draga úr atvinnuleysi. Þá segir Kozack ennfremur að endurreisn fjármálakerfisins sé vel á veg komin og að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé sammála íslenskum stjórnvöldum um að stefna beri að afnámi gjaldeyrishaftana.

Tengdar fréttir

AGS: Fimmta endurskoðunin í apríl

Áformað er að fimmta endurskoðunin á samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) verði í apríl n.k. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sendinefnd AGS á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×