Íslendingaliðin Füchse Berlin og Kielce eru á ferðinni í Meistaradeildinni í dag og leikir beggja liða verða í beinni sjónvarpsútsendingu á sjónvarpsstöð EHF.
Klukkan 16.00 sækir lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, ungverska liðið Veszprém heim þar sem Alexander Petersson verður væntanlega í lykilhlutverki.
Klukkan 19.15 fá Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce það erfiða verkefni að mæta Atletico Madrid á Spáni.
Báðir leikir verða eins og áður segir á EHF TV en þá stöð má nálgast hér.
Þess utan verður leikur danska liðsins AG gegn spænska liðinu Ademar Leon í beinni á DR1 sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.
Alexander og Þórir í beinni á EHF TV í dag

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti


Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
