Viðskipti innlent

Setja yfirtökunni á Vestia skilyrði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eitt af þeim fyrirtækjum sem fylgja með í kaupunum er Húsasmiðjan. Mynd/ Anton.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem fylgja með í kaupunum er Húsasmiðjan. Mynd/ Anton.
Samkeppniseftirlitið telur að yfirráð Framtakssjóðs Íslands á fyrirtækjum sem heyra undir eignarhaldsfélagið Vestia geti að óbreyttu raskað samkeppni og að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir það með því að setja skilyrði fyrir yfirtökunni.

Þannig telur Samkeppniseftirlitið að yfirráðin kunni að takmarka samkeppni á þeim mörkuðum sem viðkomandi atvinnufyrirtæki starfa. Þá geti eignarhald NBI á hlut í Framtakssjóði Íslands raskað samkeppni á viðkomandi mörkuðum og valdið misvægi í samkeppni á fjármálamarkaði. Sérstök skilyrði hafa því verið sett fyrir yfirtökunni.

Með kaupum FSÍ á Vestia öðlaðist FSÍ yfirráð yfir Teymi hf., Húsasmiðjunni hf., Plastprenti hf. og Icelandic Group hf. Í viðskiptunum felst jafnframt að seljandi Vestia, NBI hf. (Landsbankinn), öðlast fjórðungshlut í FSÍ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×