Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson átti flottan leik í liði HK í kvöld er það lagði Gróttu, 25-22. Atli nýtti öll sex skot sín í leiknum.
"Við byrjuðum frábærlega en síðan kom bakslag í þetta hjá okkur. Svona er þetta bara," sagði Atli en hann var ánægður með sigurinn eftir að hafa tapað fyrsta leik vetrarins gegn Haukum.
"Við vorum ekki alveg klárir í fyrsta leiknum en nú kemur sjálfstraustið. Það var frábært að ná þessum sigri og nú förum við á siglingu.
"Þetta var vinnusigur. Er vörnin small þá kom sóknin með. Þetta er allt að koma hjá okkur."
