Viðskipti innlent

MP Banka skipt í tvennt, Margeir á leið úr bankanum

MP Banka verður skipt í tvennt og núverandi hluthafar bankans fara að mestu út úr eigendahópi hans.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að erlendar fjárfestingarbankaeignir MP Banka verða settar inn í nýtt fjárfestingafélag sem Margeir Pétursson, sem MP Banki er kenndur við, og helstu viðskiptafélagar hans munu eiga og stjórna.

Margeir á í dag 28% hlut í MP Banka og bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir eiga samtals 25,4% hlut.

Í MP Banka verða eftir innlendar eignir og á bankinn að einbeita sér fyrst og fremst að viðskiptabankastarfsemi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×