Erlent

Fréttaþulur gaf Bandaríkjaforseta fingurinn

Rússneskur fréttaþulur gaf Barack Obama, Bandaríkjaforseta, fingurinn í beinni útsendingu.

Talsmenn sjónvarpsstöðvarinnar REN TV hafa komið Tatyana Limanova til varnar. Þeir segja að hún hafi ekki vitað að hún væri í mynd þegar hún las fréttina um Obama.

Frá því að myndbandið birtist á vefsíðunni YouTube þann 19. nóvember hafa rúmlega 300.000 manns horft á það.

REN TV nær til rúmlega 120 milljón Rússa. Það voru því milljónir manna sem sáu hina óheppnu Tatyönu gefa hljóðlausann fingur til heiðurs Bandaríkjaforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×