McIlroy byrjaði með látum á US open 16. júní 2011 23:15 Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. AFP Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot. McIlroy var líklegur til afreka á Mastersmótinu á Augusta í apríl allt þar til hann glutraði niður góðu forskoti á lokadeginum með því að leika á 80 höggum. McIlroy virðist vera búinn að hrista það af sér en hann er í ráshóp með Phil Mickelson sem hélt upp á 41. afmælisdaginn en mátti sætta sig við að vera í skugganum af McIlroy. Þrír efstu kylfingar heimslistans, þeir Luke Donald, Lee Westwood frá Englandi og Þjóðverjinn Martin Kaymer, léku samtals á 10 höggum yfir pari í dag. Donaldo og Kaymer léku á 74 höggum en Westwood lék á 75 eða fjórum höggum yfir pari. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, hefur titil að verja, en hann lék á 70 höggum eða -1. Y.E Yang frá Kóreu er annar á -3 líkt og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í apríl. Þar á eftir kemur landi hans Louis Oosthuizen sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra, Ryan Palmer frá Bandaríkjunum, Alexander Rocha frá Brasilíu, Scott Hend frá Ástralíu, Kyung-tae Kim frá Suður Kóreu og Sergio Garcia frá Spáni. Þeir eru allir á -2 en Garcia komst inn á mótið með því að taka þátt í forkeppni. Á fyrsta keppnisdeg á stórmóti sem þessu er alltaf áhugavert að skoða þá sem eru neðarlega eftir fyrsta keppnisdaginn og má þar nafna Robert Karlsson frá Svíþjóð sem lék á +8, Miquel A. Jimenez frá Spáni +6 og K.J. Choi Suður-Kórea +6. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot. McIlroy var líklegur til afreka á Mastersmótinu á Augusta í apríl allt þar til hann glutraði niður góðu forskoti á lokadeginum með því að leika á 80 höggum. McIlroy virðist vera búinn að hrista það af sér en hann er í ráshóp með Phil Mickelson sem hélt upp á 41. afmælisdaginn en mátti sætta sig við að vera í skugganum af McIlroy. Þrír efstu kylfingar heimslistans, þeir Luke Donald, Lee Westwood frá Englandi og Þjóðverjinn Martin Kaymer, léku samtals á 10 höggum yfir pari í dag. Donaldo og Kaymer léku á 74 höggum en Westwood lék á 75 eða fjórum höggum yfir pari. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, hefur titil að verja, en hann lék á 70 höggum eða -1. Y.E Yang frá Kóreu er annar á -3 líkt og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í apríl. Þar á eftir kemur landi hans Louis Oosthuizen sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra, Ryan Palmer frá Bandaríkjunum, Alexander Rocha frá Brasilíu, Scott Hend frá Ástralíu, Kyung-tae Kim frá Suður Kóreu og Sergio Garcia frá Spáni. Þeir eru allir á -2 en Garcia komst inn á mótið með því að taka þátt í forkeppni. Á fyrsta keppnisdeg á stórmóti sem þessu er alltaf áhugavert að skoða þá sem eru neðarlega eftir fyrsta keppnisdaginn og má þar nafna Robert Karlsson frá Svíþjóð sem lék á +8, Miquel A. Jimenez frá Spáni +6 og K.J. Choi Suður-Kórea +6.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira