Magnaður rokkpakki Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2011 14:00 Tónlist. Svartir sandar. Sólstafir. Hljómsveitin Sólstafir er búin að vera starfandi síðan 1995. Svartir sandar er hennar fjórða útgáfa í fullri lengd, en síðasta plata, Köld, sem kom út fyrir tveimur árum, fékk mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum á þungarokksmiðlum víða um heim. Sólstafir er líka mjög öflug tónleikasveit. Svartir sandar er tvöfaldur tólf laga pakki. Fyrri plötuna kalla þeir Andvara og þá seinni Golu. Tónlistin er sem fyrr þróað þungarokk, kaflaskipt með löngum instrúmental köflum og flottri lagauppbyggingu. Það hafa lengi verið áhrif frá gotarokki níunda áratugarins í tónlist Sólstafa og þau eru augljós á svörtum söndum eins og áhrif frá sækedelíu og sýrurokki. Þetta er mjög sterk plata. Sólstöfum hefur tekist að búa til magnaða stemningu á henni sem nær taki á manni strax í forspilinu í fyrsta laginu, Ljós í stormi, og heldur manni út plötuna. Fyrri platan, Andvari, er fjölbreyttari og stemningsfyllri. Á henni eru m.a. fyrrnefnt Ljós í stormi og smellurinn Fjara. Seinni platan er jafnari, en á henni er keyrt á spilagleðinni. Hið ríflega tíu mínútna langa lokalag Djákninn toppar hana. Báðar plöturnar eru þrælgóðar. Á heildina litið er Svartir sandar bæði kraftmikil og sannfærandi rokkplata. Ein af þeim öflugri á árinu. Niðurstaða: Ein af rokkplötum ársins. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Svartir sandar. Sólstafir. Hljómsveitin Sólstafir er búin að vera starfandi síðan 1995. Svartir sandar er hennar fjórða útgáfa í fullri lengd, en síðasta plata, Köld, sem kom út fyrir tveimur árum, fékk mjög góðar viðtökur hjá gagnrýnendum á þungarokksmiðlum víða um heim. Sólstafir er líka mjög öflug tónleikasveit. Svartir sandar er tvöfaldur tólf laga pakki. Fyrri plötuna kalla þeir Andvara og þá seinni Golu. Tónlistin er sem fyrr þróað þungarokk, kaflaskipt með löngum instrúmental köflum og flottri lagauppbyggingu. Það hafa lengi verið áhrif frá gotarokki níunda áratugarins í tónlist Sólstafa og þau eru augljós á svörtum söndum eins og áhrif frá sækedelíu og sýrurokki. Þetta er mjög sterk plata. Sólstöfum hefur tekist að búa til magnaða stemningu á henni sem nær taki á manni strax í forspilinu í fyrsta laginu, Ljós í stormi, og heldur manni út plötuna. Fyrri platan, Andvari, er fjölbreyttari og stemningsfyllri. Á henni eru m.a. fyrrnefnt Ljós í stormi og smellurinn Fjara. Seinni platan er jafnari, en á henni er keyrt á spilagleðinni. Hið ríflega tíu mínútna langa lokalag Djákninn toppar hana. Báðar plöturnar eru þrælgóðar. Á heildina litið er Svartir sandar bæði kraftmikil og sannfærandi rokkplata. Ein af þeim öflugri á árinu. Niðurstaða: Ein af rokkplötum ársins.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira