Viðskipti innlent

Endurskipulagningu Icelandair lokið að fullu

Fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair Group er að fullu lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Icelandair Group hf. tilkynnti þann 31. janúar sl. að öll lokaskjöl milli samstæðunnar og lánveitenda hennar væru til staðar í samþykktu formi og aðeins væri beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins vegna sölu á eignum frá samstæðunni til félags í eigu lánveitendanna.

Öll nauðsynleg samþykki liggja nú fyrir og öll skjöl sem tengjast fjárhagslegu endurskipulagningunni hafa verið undirrituð. Fjárhagslegri endurskipulagningu samstæðunnar er því nú að fullu lokið, að því er segir í tilkynningunni.






Tengdar fréttir

Enn bið eftir að ljúka endurskipulagningu á fjármálum Icelandair

Það mun frestast um sinn að ljúka við fjárhaglega endurskipulagninu Icelandair Group. Ástæðan er sú að enn er beðið eftir samþykki Samkeppniseftirltisins sem er nauðsynlegt til að klára sölu á eignum til félags í eigu lánveitenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group til Kauphallar Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×